Árið 2018 kom út matreiðslubókin Vegan, 7 mínútur í eldhúsinu eftir Émilie Perrin. Þar er að finna fjölbreyttar uppskriftir að veganréttum sem tekur stuttan tíma að útbúa. Uppskriftirnar eru auðveldar og henta vel þeim sem vilja njóta góðrar og hollrar máltíðar án þess að eyða miklum tíma í matseld. Hér birtum við uppskriftina vegan bolognese úr bókinni, sem ættu að gleðja alla matgæðinga.
Bolognese Express
Fyrir fjóra / eldunartími: 35 mín.
Hráefni 100 g smágerðir sojabitar 1 msk. jurtakraftur í duftformi 100 g frystur laukur, niðursneiddur 200 g flysjaðir tómatar, án kjarna 3 dl maukaðir tómatar 1 tsk. reykt paprika 1/2 tsk. kúmenduft 1 tsk. graskrydd 1 tsk. sykur ólífuolía
Aðferð 1. Sojabitarnir eru látnir liggja í bleyti í potti ásamt 3 dl af vatni og jurtakraftinum. Látið sjóða í 15 mín. 2. Olían er hituð á pönnu og laukurinn steiktur. Sojabitunum er bætt út í, og blandað vel saman. Síðan er flysjuðu tómötunum bætt við, maukuðu tómötunum, kryddinu, graskryddinu og sykrinum. Allt hrært vel saman og látið malla í 20 mín. til viðbótar við vægan hita. 3. Borið fram heitt.