Aðferð
Vatnið er látið sjóða og núðlurnar eru settar út í það. Meðan þær eru að sjóða er laukurinn skorinn í sneiðar og hvítlaukurinn flysjaður og kraminn. Laukurinn er steiktur upp úr sesamolíu og hvítlauknum bætt út í.
Hnetusmjörið er sett í skál ásamt tamarísósunni, sykrinum og engifernum. Þegar núðlurnar eru soðnar eru þær settar á pönnuna, og sósunni hellt yfir. Öllu hrært vel saman.
Núðlurnar eru bornar fram heitar. Stráið yfir þær sesamfræjum og jarðhnetum.