MAJÓNES FRÁ GRUNNI
2 eggjarauður
1 bolli bragðlítil olía
1 msk. sítrónusafi eða edik
1 tsk. Dijon-sinnep
salt og pipar
Setjið eggjarauðurnar í skál sem er komið vel fyrir þannig að hún sé stöðug á borðinu.
Hrærið eggjarauðurnar saman með pískara (matvinnsluvél) ásamt sinnepinu.
Bættu olíunni út í, mjög hægt (mikilvægt) svo að majónesið skilji sig ekki, og hræra stöðugt á meðan.
Þegar blandan er orðin vel þykk er sítónusafa, ediki eða blöndu af báðu bætt út í ásamt örlitlu af salti og pipar.
Setjið í krukku og athugið að það er óhætt að geyma majónesið í allt að viku í ísskáp.
1 athugasemd