Græni innkaupalistinn

Græni innkaupalistinn

Heilsusamlegt mataræði hefst á góðum undirbúningi og skynsamlegri verslunarferð. Hér er lauslegt yfirlit yfir matartegundir sem Í boði náttúrunnar telur mikilvægt að hafa á innkaupalistanum. Það þarf þó ekki að kaupa allt á einum degi heldur bæta reglulega á listann og fylla þannig eldhússkápana smám saman af fjölbreyttri og næringarríkri fæðu.

Í ÍSSKÁPINN

Ávextir og grænmeti: Lífrænt spínat og grænkál, íslenskar gulrætur, sellerí og sellerírót, brokkólí, agúrka, lífræn epli, engifer, sveppir, kirsuberja tómatar, spírur, radísur og sýrt grænmeti.
Annað: Egg, möndlumjólk án sætu, hummus, Dijon-sinnep, pestó, lífrænt eða heimagert majónes.
Drykkir: Trönuberjasafi og sódavatn.

Á ELDHÚSBEKKNUM

Fleiri ávextir og grænmeti: Bananar, sætar kartöflur, avókadó, döðlur, laukur, hvítlaukur, sítrónur.
Fæðubót: Chiafræ, hampfræ, kókosflögur, hörfræ, gojiber, möndlur, kakó og grænt duft eins og hveitigras eða Spirulina sem er gott að hafa í glærri krukku á borðinu til þess að muna eftir að setja í þeytinga og á salöt.
Olíur: Lífræn ólífuolía og kókosolía.

Í FRYSTINN

Frosnir ávextir: Blönduð ber, íslensk bláber, frosinn ananas eða mangó, svo er einnig gott að frysta banana í þeytinga. Fiskur og fleira: Fyrir þá sem borða fisk þá er alltaf gott að eiga flak í frystinum. Það er einnig mikil búbót að útbúa mikið af súpu og grænmetisbuffi til að frysta.

Í BÚRINU

Baunir: Lífrænar kjúklingabaunir og rauðar linsubaunir eru vinsælar.
Hnetur og fræ: Möndlur, valhnetur, kasjúhnetur, hörfræ, sólblómafræ, chiafræ og graskersfræ. 
Kex: Glúteinlaus hrökkkex eða poppkex.
Hveiti, korn og núðlur: Hafrar, kínóa, brún hrísgrjón, brúnar hrísgrjónanúðlur, bókhveiti, glúteinlaust spagettí og maís tacoskeljar.
Krydd: Sjávarsalt og pipar, hvítlaukssalt, túrmerik, karrý, kanill, vanilluduft, cayenne pipar.
Edik: Lífrænt og ófilterað eplaedik.
Sæta: Hunang, stevía, hlynsýróp og 85% súkkulaði.
Sósur/smjör: Tamari sósa (glúteinlaus sojasósa), sesamsmjör (tahini) og möndlusmjör.

Þetta er svona það helsta sem okkur finnst gott að eiga og notum í matargerð. Vonandi gefur yfirlitið ykkur nýjar og heilsusamlegar hugmyndir.