Skolið kínóað vel og setjið í pott ásamt vatni. Eftir að suðan kemur upp er sett lok á pottinn og látið malla við vægan hita í um það bil 10 mínútur eða þar til allur vökvi er gufaður upp. Kínóað er þá sett í skál og látið kólna.
Skerið niður rauðlauk, tómata, spínat og avókadó og blandið varlega saman við kínóað.
Hrærið saman sítrónusafa, olíu og salti og hellið út á.
Bætið fetaosti við í lokin og skreytið með spínati!
1 athugasemd