– en þorðir ekki að spyrja um!
Túrmerik, þetta heiðgula krydd sem hefur verið notað í indverska matargerð í meira en 2500 ár, og er helsta uppistaðan í karrýi, hefur vakið mikla athygli vestrænna vísindamanna. Í öllum helstu fréttamiðlum heims hefur m.a. verið greint frá tilraunum með nýtt lyf við Alzheimer, byggt á efnasambandi í karrýkryddi. Vonir manna um að hægt sé að stöðva sjúkdóminn, sem stundum er kallaður sykursýki III, og bæta minni sjúklinga sem þjást af völdum Alzheimer hafa glæðst, en það er margt sem túrmerikið hefur til brunns að bera…
Pálmi V. Jónsson yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum sagði af því tilefni í frétt á Vísi í desember 2011 rannsóknina vera mjög athyglisverða. En ekkert lyf sem nú er á markaði hefur sömu virkni og þetta nýja lyf, svo vitað sé.
Fer um eins og faraldur
Túrmerik, sem hefur verið notað sem krydd, lækningajurt og litarefni í Suðaustur-Asíu frá því um 600 fyrir Krist, er kærkomin inn í vestrænan samtíma þar sem segja má að bólgur í frumum líkamans, sem valda margskonar hrörnunarsjúkdómum, fari um eins og faraldur. Sumpart er það rakið til lélegs mataræðis og sumpart streitu sem vitað er að hefur oxandi eða tærandi áhrif á starfsemi líkamans.
Gegn bólgum, liðagigt og magavandamálum
Það er umfram allt rót túrmerik jurtarinnar sem menn horfa til því hún ákaflega rík af jurtanæringarefninu kúrkúmu en það er jafnframt það efni sem gefur túrmerkinu hinn djúpa gula lit. Í Ayurvedískum og kínverskum lækningum hefur túrmerik verið notað um aldir gegn bólgum, liðagigt, magavandamálum, margskyns ofnæmi, brjóstsviða og lifrarvandamálum. Ekkert af þessu virðist fjarri lagi ef rýnt er betur í nýlegar vestrænar rannsóknir. Dæmi um það er blóðsykurójafnvægi og insúlín ónæmar frumuhimnur sem hafa úrslitaáhrif um framköllum bólguástands í líkamanum. Sýnt hefur verið fram á að kúrkúmín kemur jafnvægi á blóðsykurinn og snýr á ónæmar frumhimnur með því að fjölga insúlín viðtökunum og með því efla viðtaka bindingu insúlíns. Þá hefur verið sýnt fram á það vísindalega að kúrkúmín dregur úr virkni ensíma sem geyma sykrur og virka þannig á lifrina að hún fækkar og dregur úr virkni ensíma sem sleppa frá sér sykri í blóðið. Rannsóknir á tilraunastofum hafa líka leitt í ljós að kúrkúmín dregur úr glúkósa og þríglýseríði í blóði. Og svo er hitt sem er ekki síður mikilvægt að huga að; þegar blóðsykurójafnvægi á sér stað án fullnægjandi temprunnar myndast svokölluð glúkósa þvertenging við virk prótein. Nýju mólíkúlin sem þá verða til eru kölluð Advanced Glycolytic Enzymes (AGE’S). Þau eyðileggja frumuhimur, lífsnauðsynleg ensím og viðhalda bólgum í líkamanum. Kúrkúmín hamlar myndun þessarra hættulega efna og slekkur jafnframt á bólgukveikjunni.
Eykur blóðflæði og þanþol æða
Túrmerik, þetta eitt öflugasta andoxunarefni sem sögur fara af, eykur með öðrum orðum blóðflæði og þar með teygjanleika og þanþol æða. Og þannig kemur það jafnvægi á blóðþrýsting og bætir hjarta- og æðakerfi og kemur í veg fyrir skemmdir á innri líffærum, þar á meðal heila og það er einmitt það sem vísindamenn horfa til varðandi Alzheimer sjúkdóminn og jafnvel Parkisons sjúkdóminn einnig. Gróandinn í húðinni eykst að sama skapi og jafnframt dregur kúrkúmín úr bólgusjúkdómum á borð við sóríasis og exem.
Það leikur því engin vafi á að sem flestir ættu að bæta túrmeriki við í sitt daglega líf en samkvæmt vísindamönnunum eru allt sjö til tíu ár þar til hið nýja lyf lítur dagsins ljós.
….og meira um Túrmerik:
Hitt er svo almenn vitneskja að lyf til lengri tíma geta gera meira ógagn en gagn. Það er líka vitað að margt í náttúrunni hefur svipaða virkni og lyf en eru með öllu skaðlaus. Eina ferðina enn eru að koma fram vísindalegar rannsóknir sem styðja að svo sé. Vísindagrein sem birtist fyrir skömmu í Phytoterapu Research vitnar ekki eingöngu um að túrmerik sé virkara gegn þunglyndi en prósak, heldur líka betur en mörg þeirra þunglyndislyfja sem eru á markaðnum í dag. Þetta er fyrsta klíníska slembiúrtaks rannsóknin sem leiðir þetta í ljós. Þegar hafa þó nokkrar aðrar rannsóknar verið gerðar þar sem útkoman er þó hin sama, sem er að túrmerik (kúrkúmín) virkar betur en prósak. En þessi eru sú nákvæmasta.
Rannsóknin var framkvæmd af Department of Pharmacology of Government Medical College í Bhavnagar, Gujarat, Indlandi sem bar saman bein áhrif túrmeriks (kúrkúmins) og prósaks (fluoxetin), þar sem báðar tegundir voru ýmist notaðar saman, eða hvor í sínu lagi. Rannsóknin var framkvæmd á 60 einstaklingum sem þjáðust af mjög alvarlegu þunglyndi (major depressive disorder MDD).
Ótrúlega virk gegn þunglyndi?
Samkvæmt GreenMedInfo.com, notuðust vísindamennirnir við Hamilton Depression Rating skalann til mælinga og hér eru niðurstöðurnar.
Við komumst að því að allir sjúklingarnir þoldu kúrkúmín. Viðbrögðin voru sterkari skv Ham-D skalanum á viðmiðunarhópnum (77.8%,) sem notuðu eingöngu túrmerik, en hjá prósakhópnum (62.5%) en hjá prósak (64.7%) og kúrkúmínhópnum (62.5%). Fram kom, samkvæmt HAM-D skalanum, að mikil meðaltalsbreyting var eftir sex vikna rannsókn hjá öllum hópunum (P=77). Þessi rannsókn er sú fyrsta klíníska sem staðfestir með öruggum hætti að kúrkúmín megi nota á sjúklinga með alvarlegt þunglyndi, sem er þó án stöðugra sjálfsmorðshugsanna eða geðrofs,
segir í frétt um rannsóknina. Það má í það minnsta draga þá ályktun skv. þessarri rannsókn að túrmerik er jafn virkt og virkara og prósak, án þess þó að það hafi sömu hliðarverkanir, sem setur óneitanlega túrmerikið á annan stað. Því hið sorglega er að prósak getur aukið á sjálfsvígshugsanir og geðrofseinkenni, til lengri tíma litið. Það er skelfileg hlið á prósakneyslu sem túrmerik hefur alls ekki.
Þetta eru frábær tíðindi í baráttunni við þunglyndi. Það er þegar marg vísindalega sannað að þessi sterkgula rót, sem mikið er notuð í indverskri matargerð, er frábær gegn bólgum í líkamanum, sykursýki og jafnvel krabbameini, ofþyngd, hjarta- og æðasjúkdómum og fleiru. Að auki sem hún getur verið hluti af fæðu okkar líka.
Í ljósi þess að þunglyndis lyfjaiðnaðurinn hefur farið stækkandi undanfarin ár og veltir einna mestu fjárhæðunum um þessar mundir, eru þetta afar góðar fréttir. Þessi þekkta lækningajurt er því gulls ígildi fyrir sálartetrið, sem og annað.
Ps: Við getum líka glaðst yfir því að nú má loks fá lífrænt vottaða túrmerikrót á Íslandi, sem við í Systrasamlaginu kjósum t.d. nota í safa og skot, en einnig má fá lífrænt duft í formi hylkja, t.d. frá Viridian. Það er mest um vert að hafa túrmerikrótina lífræna því hér er um að ræða rót sem getur líka dregið í sig eiturefni. Sé túrmerikrótin lífræn virkar hún án fyrirhafnar.
Heimildir:
1 athugasemd