Undra-náttúruefnið kísill heldur okkur ungum!

Vissuð þið að kollagen, það efni sem „límir“ okkur saman, er að miklu leyti byggt á kísil. Þegar við eldumst minnkar kollagen í húð, hári, nöglum og brjóski og við eldumst hraðar. Nýjar rannsóknir sýna að kísill getur í raun endurbyggt húðvefinn eftir skemmdir af völdum sólar og annarra umhverfisþátta. Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur sem vörðum okkur lengst af ekki gegn skaðlegum geislum sólarinnar og sóttum ljósbekki í denn, því við héldum að allt væri í stakasta lagi. Í raun getur regluleg neysla á kísil gert okkur bæði unglegri, fegurri og fimari.

Kísill í góðum félagsskap C-vítamíns, semsé sem kísilsýra, nærir húðina innan frá í gegnum svokallaða mucopolysakkaríða. Einnig þekkt sem glycosaminoglycans en þessi kvoðukenndu kolvetni ásamt kollageni og elastíni tengja vefi líkamans saman.

Vísindalegar rannsóknir á kísil

Í einni rannsókn sem gerð var á áhrifum kísils var hann skoðaður með tilliti til áhrifa á húð og neglur hjá konum sem höfðu verið mikið óvarðar í sól. Húð þeirra hafði semsé misst teygjanleika. Þetta var tvíblind slembiúrtaksrannsókn, þar sem annars vegar var notuð lyfleysa og hins vegar 10 mg af auðupptakanlegum kísil. Mælingar voru gerðar reglulega á húð og nöglum á meðan rannsókn stóð. Eftir 20 vikur kom í ljós að dregið hafði verulega úr hrjúfleika húðarinnar hjá þeim sem höfðu fengið kísil, samanborið við hjá þeim sem ekki höfðu fengið kísil, auk þess sem neglur þeirra voru ekki lengur stökkar.

Önnur vísindaleg rannsókn á kísil gerð af University of Cincinnati’s College of Pharmacy kannaði sérstaklega áhrif kísils á hár. Þetta var líkt og áðurnefnd rannsókn gert með slembiúrtaki í tvíblindri rannsókn þar sem annars vegar var notuð lyfleysa og hins vegar 10 mg af auðupptakanlegu kísil dag í 9 mánuði. Þátttakendur í rannsókninni voru 48 konur. Í lok rannsóknar kom á daginn að hár þeirra sem höfðu fengið kísil var orðið þykkara en áður. Í niðurstöðu rannsóknar sögðu vísindamennirnir að hár þeirra sem höfðu neytt kísils í 9 mánuði væri sterkara, með meira togþol og betri teygjanleika.

Þessar rannsóknir koma heim og saman við reynslu margra viðskiptavina okkar hér í Systrasamlaginu, sem einmitt upplifa að hár þeirra þykkni og að húð þeirra verði fegurri við neyslu á kísil. Þá hafa komið til okkar fleiri en tveir og fleiri en þrír hárgreiðslumeistarar sem hafa fundið umtalsverðan, og allt að því töfrandi mun á hári viðskiptavina sinna sem hafa verið að taka inn kísil.

og tennurnar líka!

Færri vita að kísill gegnir lykilhlutverki í heilbrigðu ónæmiskerfi. Auk þess er vitað að kísill styrkir tennur og glerung og kemur í veg fyrir blæðingar í gómi. Þá hefur löngum verið vitað að kísill geti flýtt fyrir að bein grói og vinnur gegn hjarta-, æða- og lungnasjúkdómum. Kísillinn er líka góður fyrir þá sem glíma við exem, psoriasis, minnisleysi (líka ADHD), magasár, brjóstsviða, uppþembu, harðlífi, niðurgang, allskyns gigt og síðast en ekki síst virkar hann ákaflega vel gegn kandida sveppasýkingu.

Kísillinn í Systrasamlaginu

Eftir miklar rannsóknir og vangaveltur er sá kísill sem við systur teljum lang áhrifamestann frá Purelife en hann fæst hjá okkur í duftformi. Það er vegna þess að hann er 90% hreinn ferskvatnskísill, lífrænt vottaðar og nýtist líkamanum ákaflega vel.

Þar sem hinn fagri sumarmánuður júlí er senn að hefjast höfum við ákveðið að bjóða 30% afslátt af kísil frá Purelife í Systrssamlaginu til 12. júlí. Upprunalegt verð er 3.500 kr en með afslætti kostar hann hjá okkur 2.450 kr.

Aðeins meira um kísil…

Kísill var lengi kallaður gleymda næringarefnið. En það er nú sem betur fer að breytast. Kísill er eitt algengasta steinefnið á yfirborði jarðar og lífsnauðsynlegt til vaxtar og viðhalds lifandi vera. En því miður hefur skort verulega á hann hjá mörgum. Kísill örvar efnaskipti og myndun fruma og er líka bólgu- og sýklaeyðandi auk þess sem hann er lyktarbindandi og losar líkamann við þungamálma.

Kísill í mat!

Kísil er helst að finna í heilkornaafurðum, haframjöli, hýðishrísgrjónum, papriku, agúrkum, jarðaberjum, sojabaunum grænu laufgrænmeti og rótargrænmeti. Albesta uppspretta kísils er þó elfting sem við Íslendingar ættum að hafa sterklega í huga því mjög auðvelt er að nálgast elftingu hér á landi því eins og margir vita getur hún verið garðeigendum erfið. En það er bara um að gera að fagna henni og nota og bæta við í morgunþeytinginn.

Þess má geta að elftingu er líka að finna í Organic mineral blöndunni okkar frá Viridian, sem er ein best samsetta og hreinasta steinefnablanda sem við systur höfum rekist á.

Heimildir m.a.

Barel A, Calomme M, Timchenko A, De Paepe K, Demeester N, Rogiers V, Clarys P, Vanden Berghe D. Effect of oral intake of choline-stabilized orthosilicic acid on skin, nails and hair in women with photodamaged skin. Arch Dermatol Res. 2005 Oct;297(4):147-53. Epub 2005 Oct 26.

Wickett RR, Kossmann E, Barel A, Demeester N, Clarys P, Vanden Berghe D, Calomme M. Effect of oral intake of choline-stabilized orthosilicic acid on hair tensile strength and morphology in women with fine hair. Arch Dermatol Res. 2007 Dec;299(10):499-505. Epub 2007 Oct 25

Tögg úr greininni
, ,