Morgunvenjur Evu Daggar

Eva Dögg Rúnarsdóttir er fatahönnuður, súpermamma og annar helmingur Ampersands tvíeykisins sem skrifa reglulega pistla á vefnum okkar. Við fengum að forvitnast um hvernig þessi duglega unga kona byrjar daginn.

Hvenær og hvernig vaknar þú á morgnanna?

Það er frekar mismunandi þar sem að ég vinn sjálfstætt og er í þannig vinnu að stundum verd ég að vakna mjög snemma á morgnanna til að tækla hin ýmsu framleiðsluvandamál hinum megin á hnettinum og þá verd ég ad byrja að vinna ansi snemma til þess ad fólkið sem að ég vinn med í Asíu geti nýtt daginn sinn á sem besta vísu og svo að við lendum ekki í veseni med þessa strömbnu deadlines sem að við setjum okkur. Oft verð ég líka ad vakna mjög snemma til ad undirbúa preview fundi og annað sem ad getur stressað mig mikið upp og þá er bara best að vera med allt á hreinu og rúmlega það. Svo inn á milli byrjar dagurinn kl. 5 við tölvupósta og skype samtöl eda undirbúning fyrir „preview“ fundi áður en ég byrja á nokkrum venjulegum rútínum. En oftast vakna ég við vekjaraklukkuna 6:30-7 svo að ég nái smá tíma með sjálfri mér áður en sonur minn vaknar og dagurinn byrjar. En um helgar vakna ég við knús og kossa frá 2 ára syni mínum um áttaleytið og ég veit fátt betra en það.

klar_MG_7066 copy

Hvernig eru morgunvenjurnar?

Ég byrja á að þamba vatnið sem er búið að standa í risadúnk á náttborðinu yfir nóttina, læðist svo inn á baðherbergi þurrskrúbba mig frá toppi til táar og hendist undir sturtu í stutta stund. Hér veit ég ekkert betra en að nota myntu sápu frá annadhvort Young Living eda Dr. Bronner´s Magic Soap til ad vekja mig og andann. Sama hversu stuttan svefn eða lélegan ég fæ, sem á það til ad gerast þegar maður er med lítil börn og/eða stóra kúlu, gerir þessi myntuveisla kraftaverk. Eftir það þvæ ég andlitið með vatni og nudda með nátturusvampi og ber argan olíu á andlitið, hárendanna og á bumbuna.

Svo læðist ég í föt, tek góðgerlana mína og blanda mér sítrónuvatn sem er algjörlega ávanabindandi. Ég nota heila sítrónu og kreisti hana í volgt vatn og oftast set ég líka smá eplaedik útí. Ef ég finn fyrir kvefi eða einhverjum slappleika bæti ég matarsóda út í líka. Þessa galdrablöndu trúi ég á í einu og öllu, enda verð ég aldrei veik. Eftir þetta reyni ég að ná smá meðgöngujóga á stofugólfinu þangað til ad ég heyri kallað ”mamma” úr svefnherberginu eða þá að lítið 2 ára krútt skoppast á á jógamottuna til mín. Hérna er ég búin að læra ad meta gæðin úr hverri stöðu framyfir lengdina á hverju jóga sessioni, hver staða sem að ég næ gerir mér gott og þó að þetta séu ekki þær 90 min af jóga sem að ég er vön að gera þá gerir það mér endalaust gott og heldur mínum ört stækkandi líkama heilbrigðum og góðum.

Svo gerum vid glúteinfrían hafragraut fyrir barnið, chia graut fyrir óléttu konuna og oft líka grænan smoothie, en eftir ad ég vard ólétt er chiagrauturinn frekar búinn ad taka yfirhöndina framyfir hinn daglega græna smoothie eða djús því að ég er alveg endalaust svöng á morgnanna. Svo tökum vid inn kaldpressaða hempfræolíu, D vitamin og ég fæ mér líka spirulina, B12, graskersfræolíu og Baby Me Now vítamín. Oftast erum við ein á morgnanna því að heimilisfaðirinn vinnur þannig vinnu ad hann byrjar oft mjög snemma. Ég veit fátt betra en morgunstundirnar okkar saman og þetta eru mín uppáhalds augnablik dagsins. Á morgnanna er dagurinn ekki búin ad hafa nein áhrif á okkur, allir eru nývaknadir og til staðar í núinu og auðveldara er ad njóta augnabliksins, svo þessar fjölskyldu morgunstundir eru mér mjög dýrmætar og ég er endalaust þakklát fyrir ad ég er ad vinna sjálfstætt því að oftast þarf ég ekki ad stressast á morgnanna og við sonur minn getum tekið lífinu med ró. Við sitjum og borðum morgunmatinn í rólegheitunum og spjöllum saman, klæðum okkur og röltum svo í rólegheitum í leikskólann sem er hérna rétt hjá.

Þegar það er ekki allt brjálað í vinnunni hjá mér og þessi tími fyrir hádegi þegar Asía er enn í vinnunni er ekki alveg jafn mikilvægur þá byrja ég morgnana hálftíma fyrr og fer í Hamsa jóga í jógastöðinni minni hér á Norrebro kl 8:30 eftir ad ég skila barninu í leikskólann og fer svo beint í vinnuna kl 10 og tek svo smá aukavinnu á kvöldin eftir ad búið er ad koma barninu í ból. Þegar pabbinn á heimilinu er í fríi eða byrjar ad vinna seinna reyni ég oftast ad fara í jóga, fyrir utan stofugólfið,  á medan þeir sofa og næ svo líka smá fjölskyldutíma med bádum herrunum á heimilinu áður en vid förum öll út í daginn okkar og ég veit ekkert betra en það. Hvernig við byrjum daginn okkar setur virkilega tóninn fyrir daginn, þess vegna hef ég líka vanið mig á það að gera to-do lista á hverjum morgni til ad hjálpa mér ad ná markmiðum dagsins, það er nánast jafn ávanabindandi og sítrónuvatnið, það hjálpar mér ad vera fókuseruð og svo er fátt betra en að krossa við það sem að þú ert búin að gera.

Hvað hjálpar þér að halda þessum venjum?

Það ad vera að ala lítið barn, vera ólétt og eiga kærasta sem að fer snemma til vinnu hefur gert það að verkum ad síðustu 3 árin hafa morgunvenjurnar mínar verid síbreytilegar og ég hef þurft ad hagræða þeim eftir fjölskyldunni. Hér áður fyrr gat ég ekki byrjað daginn án þess að vera búin ad hlaupa mína venjulegu 7-12 km eða að fara í 90 mín yoga og náð morgundeiti áður en ég byrjaði í vinnunni kl 9, en í dag er það allt annað. Núna er hver hlaupatúr sami lúxus og að fara í heilsulind. En á sama tíma er það fjölskyldan mín sem ad hjálpar mér ad halda þessum venjum við því ad ég verð að láta þær passa vid þá og núna kann ég líka meira ad meta það. Kann einnig meira ad meta þennann rólega tíma sem ad ég fæ fyrir BARA mig áður en restin af mínum litla heimi vaknar eins og ég kann líka meira ad meta hverja mínutu sem að vid eigum saman sem fjölskylda.

Ég er líka búin að læra að taka því rólega og setja ekki jafn háar kröfur á sjálfan mig, vera bara ánægð með að ná allavega sítrónuvatninu mínu svona stundum, eða gera nokkrar teygjur upp í rúmi. Fyrir nokkrum mánuðum var ég komin í mjög stranga morgunrútínu en nokkrum vikum seinna var ég nýorðin ólétt og þá varð litli 2 ára kúturinn minn að draga mig útúr rúminu sökum mikillar morgunógleði og þá gat ég algjörlega gleymt öllu og núna er ég í einhverju millibilsástandi að reyna að fylgja minni rútínu, hlusta á líkamann, vitandi það að eftir 3 mánuði verð ég med lítið ungabarn sem á alveg örugglega eftir að gera það að verkum að morgunrútínan mín verður allt öðruvísi, þetta kannast örugglega allar mömmur við og svona er lífið og ég er ad læra það núna að vera ekki svona ströng við sjálfa mig. Ég er ekkert heilög og ég á þá morgna þar sem að allt hefur gengið á afturfótunum og ég hef rokið af stað, hent croissant í barnið (lífrænt og súrdeigs audvitad) sem hann hefur borðað í kerrunni á leiðinni í leikskólann svo ad hann missi ekki af dýragarðsferð en það er ekki góð leið að fara út í daginn. En batnandi mömmum er best að lifa og ég er t.d. nýbyrjud ad prófa oil-pulling og er ad reyna ad koma tví í morgunrútínuna og á meðan ég velti olíunni upp í munninum í 20 mín þá nota ég helminginn af tímanum í hugleidslu og helminginn í að undirbúa morguninn og daginn.

Hildur María Valgardsdóttir tók myndina