Einfaldlega betra
Magnea og Þórhildur halda úti hópnum Áhugafólk um mínimalískan lífsstíl á Facebook þar sem þúsundir Íslendinga ræða leiðir til að lifa einfaldara og innihaldsríkara lífi með færri hlutum. Þær blogga um mínimalíska lífið á vefsíðunni Einfaldlega betra, einfaldlegabetra.is.
Magnea Arnardóttir er þroskaþjálfi og starfar á leikskóla. Hún hefur áhuga á hannyrðum og öllu því sem viðkemur fæðingu, brjóstagjöf og uppeldi.
Þórhildur Magnúsdóttir er með BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði og starfar sem forritari. Hún hefur áhuga á uppeldi, jóga, núvitundarhugleiðslu og plöntum.