Einfaldara líf: Stór og lítil skref

Þær Magnea og Þórhildur halda úti hópnum Áhugafólk um mínimalískan lífsstíl á Facebook sem hefur aldeilis slegið í gegn, Þær halda einnig úti blogginu Einfaldlega betra þar sem þær skrifa um leiðir til að lifa einfaldara og innihaldsríkara lífi með færri hlutum. Þær munu reglulega birta pistla á ibn.is og gefa okkur góð ráð til að einfalda lífið. Fyrsti pistillinn er samantekt yfir nokkur skref sem Þórhildur og fjölskylda hafa tekið í átt að þessum lífstíl og hér deilir hún þeim með okkur til innblásturs:

Ég velti því nýlega fyrir mér hvaða skref ég og við höfum tekið til að ná einfaldara og betra lífi.

Hér er stutt samantekt yfir stór og lítil skref:

 • losað okkur við fullt af drasli og dóti
 • tekið þátt í project333 (nota bara 33 flíkur)
 • slökkt ljósin á eftir mér
 • búið um rúmið á morgnanna
 • tæmt úlpuvasa þegar ég kem inn
 • Hengt lykla á snaga við hliðina á hurðinni
 • Nota oftar full-screen mode þegar ég er að læra
 • Slökkti á facebook viðvörunum í símanum
 • Les ekki fréttir daglega
 • Fáum ekki dagblöðin
 • Hlusta sjaldnar útvarp
 • Erum ekki með sjónvarp

Öll þessi skref hafa á einn eða annan hátt stuðlað að meiri meðvitund, einfaldari hversdagsleika og aðeins rólegra lífi.
Hér eru svo nokkur markmið framundan:

 • lesa bók í 30+ mín á dag
 • stunda hugleiðslu
 • fara snemma að sofa (fyrir 22:30)
 • losa okkur við enn meira dót og drasl
 • ganga alltaf alveg frá eldhúsinu á kvöldin
 • skipuleggja tímann fyrir daginn/vikuna framundan
 • útbúa matseðil fyrir vikuna/mánuðinn

Hvatning að mörgu þessu er komin frá þessum bloggum:
Zenhabits, Project333 og UFYH

FÆÐA/FOOD - fyrir matgæðinginn

Sérrit Í Boði náttúrunnar um mat og matarmenningu á íslensku og ensku. skoða nánar

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

Taktu þátt í umræðunni