Einfalt líf: Stór og lítil skref

Magnea og Þórhildur halda úti hópnum Áhugafólk um mínimalískan lífsstíl á Facebook og blogginu Einfaldlega betra þar sem þær skrifa um leiðir til að lifa einfaldara og innihaldsríkara lífi með færri hlutum.

Hér er stutt samantekt yfir það sem þær hafa sjálfar gert til að einfalda líf sitt:

 • Losað okkur við fullt af drasli og dóti.
 • Tekið þátt í project333 (nota bara 33 flíkur).
 • Búið um rúmið á morgnanna.
 • Tæmt úlpuvasa þegar við komum inn.
 • Hengt lykla á snaga við hliðina á hurðinni.
 • Notað oftar full-screen mode við lærdóminn.
 • Slökkt á facebook viðvörunum í símanum.
 • Sleppt því að lesa fréttir daglega.
 • Hlustað sjaldnar á útvarp.
 • Sleppt sjónvarpsáhorfi.

Öll þessi skref hafa á einn eða annan hátt stuðlað að meiri meðvitund, einfaldari hversdagsleika og aðeins rólegra lífi.

Nokkur hagnýt markmið:

 • Lesa bók í 30+ mín á dag.
 • Stunda hugleiðslu.
 • Fara snemma að sofa (fyrir 22:30).
 • Losa sig við enn meira dót og drasl.
 • Ganga alltaf alveg frá eldhúsinu á kvöldin.
 • Skipuleggja tímann fyrir daginn/vikuna framundan.
 • Útbúa matseðil fyrir vikuna/mánuðinn.

Hvatning að mörgu þessu er komin frá þessum bloggum:

Zenhabits, Project333 og UFYH

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.