Elísabet Margeirsdóttir
Elísabet Margeirsdóttir er löggiltur næringarfræðingur með BS gráðu í lífefnafræði og MS gráðu í næringarfræði. Hún starfar sjálfstætt við næringarráðgjöf hjá Beta næringarráðgjöf ásamt því að halda fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og mataræði fyrir fyrirtæki og hópa. Elísabet hefur stundað hlaup í rúman áratug og lokið fjölmörgum maraþonum og lengri utanvegahlaupum með góðum árangri. Hún er annar höfundur bókarinnar Út að hlaupa sem er alhliða handbók fyrir byrjendur og lengra komna í hlaupaíþróttinni.
Instagram: @elisabetm