Gyða Dís
Gyða Þórdís Þórarinsdóttir er eiginkona, móðir 3 drengja sem eru uppkomnir og starfar við það sem á hug hennar allann. Hún er jógakennari, Thai Yoga nuddari, heilsu- og hráfæðisbloggari, hefur dálæti á heilbrigðum lífsstíl, lifandi mat og handavinnu. „Að miðla áfram til þeirra sem þyrstir í frekari upplýsingar um bættan lífsstíl án þess að gera ofstækisfullar breytingar er dásamlegt", segir Gyða Dís, sem kennir í eigin jógastúdíói Shree Yoga í Kópavogi. Gyða Dísar bloggar um allt sem tengist heilsu, heilbrigðum lífsstíl til framtíðar og hreyfingu.