Páskar og þitt páskasúkkulaði

Hvert er þitt uppáhalds súkkulaði?  Hjá mér er það ofureinfalt; það sem ég bý til hverju sinni. Ég græjaði saman súkkulaði sem ég kalla ” Súkkulaðisæla með saltkaramellufyllingu ”  alveg brjálæðislega gott. Sjávarsaltið íslenska þetta vestfirska er lang best og á svo skemmtilega vel við hráfæðissúkkulaði!  Ég er nefnilega súkkulaðifíkill!

Nú eru páskar og þjóð og börn sérstaklega, fá endalaust af páskaeggjum sem er auðvitað svo spennandi ..  þau tala sín á milli og metast aðeins um fjöldan; hey jú ég fékk 3 páskaegg – en þú?  Spyrja þau hvert annað, svo er það gúmmelaðið sem er inní eggjunum…  allavega hlaup og ýmist góðgæti en það má nú alveg minnka aðeins og kannski reyna koma pínu hollara súkkulaði inní hringiðuna.  Afmarka við eitt páskaegg ef hægt er mögulega.  Ég skil það alveg að fólk vilji halda í hefðirnar og vera með  sitt ekta uppáhalds Nóa og Síríus páskaegga, eða Góu og þar fram eftir götunum.

En veistu ef þig langar til að prufa að græja þitt eigið súkkulaði þá það er ofureinfalt, það sem vex oftast fólki í augum er þekkingarleysið á hráefninu en þú getur fengið það nánast allt útí Bónus… í heilsuhillunni og svo æfir þú þig og setur út það allavega þitt “uppáhalds stöff” sem þú átt til – og það sem þig langar í hverju sinni.  Auðvelt að aðlaga það fyrir börnin með bragðefnum t.d. dropum – appelsínu, myntu, jarðaberja, banana eða appelsínubök úr líffræni appelsínu.  Droparnir sem ég nota eru frá Medicene Flower

Karmamellufyllingin er hrein dásemd og alls engin vísindi að búa til. Í lokin fylgir svo uppskrift af döðlussultu eða döðlupaste. Gangi þér vel!

Súkkulaðisæla með saltkaramellufyllingu

Hér er grunnuppskrift að súkkulaði sem ég fer alltaf eftir. Svo bæti ég út í alls kyns góðu hráefni, eftir því hvað ég á til og hvert tilefnið er.

Það skemmtilegasta við súkkulaðigerðina er hversu fjótleg og einföld hún er. Það albesta við hrásúkkulaði er að það er bæði frábærlega gott og meinholt. Það er hægt að fá sér hrásúkkulaði í morgunmat ef mann langar til, enda er það stútfullt af magnesíum og öðrum góðum steinefnum. Grunnsúkkulaði uppskriftin er frá Sollu á Gló, í minni útfærslu. Hráefnið fæst svo flest allt í heilsuhillu Bónus.

Súkkulaði er gert úr kakóbaunum sem vaxa í fræpokum á kakótrénu, Theobroma cacao, en gríska orðið „theobroma“ má þýða sem „fæða guðanna“.

Hráefni:

½ bolli kaldpressuð kókosolía

½ bolli kakósmjör

¼ bolli kakó paste (má sleppa)

1 bolli hreint kakóduft

½ bolli hlynsíróp eða önnur sæta t.d. agave síróp

1 msk. kókospálmasykur

1 msk. vanilla

1 tsk. maca (má sleppa)

1 tsk. lucuma (má sleppa)

1-2  tsk. grænt duft ( má sleppa )

Svo bætist við slatti af kærleika og ást og best er að hlusta á fallega möntru á meðan þú útbýrð súkkulaðið, „fæðu guðanna.”

Þú getur svo einfaldlega leikið þér með grunnuppskriftina og bætt út í hana því sem þig langar. Til dæmis appelsínu-, piparmyntu-, jarðarberja- eða  bananadropum, eða hverju sem þér dettur í hug og átt í skápnum. Lakkrísduft er til dæmis rosalega gott. Í venjulegri konfektgerð bæti ég pínu salti út í grunnsúkkulaðið, kanil og kardimommum. Passaðu þig á sætunni sem þú notar. Leiktu þér og prófaðu þig áfram og hægt og rólega getur þú kannski minnkað sætuna aðeins!

Aðferð:  

Settu kakósmjör og kakópaste í stutta stund í vatnsbað þannig að það leysist upp. Taktu þá blönduna úr vatnsbaðinu og bættu saman við kókosolíu í vökvaformi og sætu og hrærðu í. Loks blandar þú út í kakódufti, vanillu og salti.

Á páskum breyti ég út af venjunni og hef grunnsúkkulaði uppskriftina mína vel þykka. Svo valdi ég að nota stærri gerðina af pappírsformum.

Helltu helmingnum af grunnsúkkulaði í botninn á formunum og frystu á meðan þú útbýrð saltkarmellufyllinguna.

IMG_1750

 Saltkaramellufylling

1/2 bolli möndlusmjör

½   bolli hlynsíróp

½ bolli döðlumauk – sjá uppskrift fyrir neðan

2 sk. vanilla

1/8 tsk. sjávarsalt

Aðferð:

Settu möndlusmjör, sætu og döðlumauk í blandara þar til blandan er orðin nokkuð mjúk en stoppaðu af og til til að skafa niður með hliðum, má vera pínu „crunchy”.

Smyrðu karmellufyllingunni á ískalda súkkulaðibotnana, gott er að hafa hana í þykkari lagi.  Skelltu aftur í frysti í smá stund. Því næst hellir þú restinni af súkkulaðinu yfir fyllinguna og frystir í 5-10 mínútur til viðbótar, settu þá kurlaðar möndlur yfir og stráðu sjávarsalti í kantana. Svo er þessari dásemd skellt aftur inn í frysti og hún tilbúin eftir 1 klst. Súkkulaðið geymist vel í frysti, gott að taka það út 10 til 20 mín. áður en þú ætlar að gæða þér á því, og bjóða öðrum.

A75A7623-765x415

DÖÐLUMAUK Date Paste GF SCD

2    bollar döðlur, steinlausar, lagðar í bleyti sirka 10 mín

¼ tsk sjávarsalt

örlítið af sítrónusafa til að halda ferskleikanum

Allt sett í blandarann og maukað. Þetta döðlumauk er frábært og gott sem álegg, út í smúþí eða sem sætuefni í hrákökur.

GLEÐILEGA PÁSKA

Gyða Dís

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.