Ragnheiður Guðjónsdóttir
Ragnheiður Guðjónsdóttir er næringarfræðingur, kennari og kundalini jógakennari sem hefur náð að sameina menntun sína og reynslu í eina sæng þar sem aðaláherslan er á að nærast í núvitund. Hún nýtur þess að kenna konum (nokkrum hugrökkum mönnum) að öðlast nýtt samband við mat án öfga og reglna. Hún nýtir netið til kennslu og ráðgjafar. Í frítímanum nýtur hún þess að vera með fjölskyldunni, ganga, lesa og kynna sér eitthvað nýtt og spennandi. Hún heldur úti heimasíðunni www.rgudjons.com þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar um næringu og núvitund.