3 msk. ólífufuolía
175 g perlubygg
1 laukur, smátt saxaður
1 hvítlauksrif, smátt saxað
700 ml grænmetis- eða kjúklingasoð
1/2 paprika, skorin í strimla
4 sneiðar beikon, skorið í u.þ.b. 1 cm strimla
salt og pipar
Hitið pönnu og setjið ólífuolíuna á hana. Bætið bygginu saman við og hrærið stöðugt í þar til það hefur tekið á sig gullinn lit eða í 4–5 mínútur. Setjið þá laukinn út í og hrærið stöðugt áfram í 5–10 mínútur. Bætið loks hvítlauknum út í. Hellið þá soðinu saman við og látið malla svo byggið dragi í sig vökvann.
Eftir 25 mínútur, steikið paprikuna og beikonið á annarri pönnu og blandið síðan út í byggottóið. Hrærið í öðru hverju. Látið malla í 10–15 mínútur eða þar til byggið hefur dregið í sig vökvann.