BL+ serum vinnur gegn öldrun húðar

Blue Lagoon + LIFUM BETUR

TEXTI Guðbjörg Gissurardóttir

Ása Brynjólfsdóttir rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins er enginn nýgræðingur þegar kemur að þróun húðvara. Fáir hafa eins mikinn skilning á áhrifamætti efnanna sem eiga uppruna sinn í lóninu. Nýjasta húðvörulína Bláa Lónsins er BL+, sem vinnur gegn öldrunareinkennum húðar en BL+ Eye Serum er það nýjasta í þeirri línu. Við tókum Ásu tali og notuðum tækifærið til að kafa djúpt í vísindin, húðina og umhverfisþættina sem eru okkur svo hugleiknir. 

30 ÁRA RANNSÓKNIR Á BAKVIРBL+

Bláa Lónið er heimsþekkt heilsulind og eitt af 25 undrum veraldar en færri vita að saga rannsókna Bláa Lónsins spannar yfir 30 ár. „Frá upphafi höfum við stundað rannsóknir á áhrifum böðunar í lóninu, þær hafa sýnt fram á jákvæð áhrif á húðina. Á grunni þessa rannsókna hófum við rekstur á Lækningalindinni 1994, þar sem boðið er upp á lækningameðferðir fyrir psoriasissjúklinga. Fyrsta húðvörulína Bláa Lónsins leit dagsins ljós 1995, eða ári seinna. Nú 30 árum síðar kynnum við þriðju húðvörulínu Bláa Lónsins, BL+ sem vinnur gegn öldrun húðar og byggir á vísindum, virkni og sjálfbærni.“


AF HVERJU ER GOTT AÐ NOTA SERUM?

„Andlitsserum líkt og fyrsta varan okkar, BL+ The Serum, hafa lífvirk innihaldsefni í nokkuð háum styrk og byggja á vatnsgrunni sem gerir það að verkum að virku efnin ná að smjúga dýpra og hraðar ofan í húðlögin en t.d. rakakrem. Serum örvar húðfrumurnar, gefur þeim mikinn raka og næringu og yfirleitt hafa þau ákveðna virkni sem þau vinna að. BL+ The Serum vinnur sem dæmi gegn öldrunareinkennum, eykur rakastig húðar, styrkir efsta varnarlag hennar, dregur úr sýnileika hrukka og gefur húðinni meiri ljóma. Rakakrem hafa aðra virkni, þau eru borin á andlitið eftir að serum hefur verið sett á hreina húðina og halda rakanum inni. Húðin er þynnri og viðkvæmari í kringum augun og er það svæðið sem sýnir fyrst merki um öldrun eins og fínar línur, poka og bauga. Nýjasta varan í BL+ vörulínunni, BL+ Eye Serum, er þróað sérstaklega til að vinna á þessu viðkvæma svæði. Það er hannað til að fyrirbyggja og draga úr helstu einkennum öldrunar húðar, hrukkum, dökkum baugum, þrota og ásamt því að vinna á þreytueinkennum. Augnserumið gefur góðan raka, styrkir og þéttir húðina, er með andoxunareiginleika og dregur úr einkennum þreytu og þrota.“

Nýtt byltingarkennt innihaldsefni sem er kallað BL+ COMPLEX byggir á 30 ára rannsóknum á jarðsjónum.

HVAÐ ER SÉRSTAKT VIРBL+ AUGNSERUMIÐ?

„Það sem aðskilur BL+ Eye Serum frá öðrum svipuðum vörum er nýtt byltingarkennt innihaldsefni sem við köllum, BL+ COMPLEX, sem byggir á 30 ára rannsóknum á jarðsjónum. BL+ COMPLEX  samanstendur af örþörungi og kísil Bláa Lónsins í flutningskerfi sem tryggir aðgengi þeirra djúpt ofan í húðlögin. Rannsóknir hafa leitt í ljós að örþörungurinn og kísillinn hafa virkni sem er sérstaklega vel til þess fallin að draga úr öldrunareinkennum húðarinnar og styrkja náttúrulegt varnarlag hennar. Mikilvægt er að koma efnunum djúpt niður í húðlögin þar sem þau örva okkar eigin kollagen framleiðslu og draga úr niðurbroti á kollageni í húðinni.

Þegar við tölum um öldrun húðarinnar þá erum við að tala um fínu línurnar sem myndast fyrst og fremst þegar kollagen húðarinnar minnkar. Húðin verður þá ekki eins sterk og þétt. BL+ augnserumið inniheldur einnig þrjár mismunandi sameindastærðir hýalúrónsýru, sem fara misdjúpt inn í húðina og auka rakastig hennar en húðin missir raka með aldrinum og mikilvægt er að bæta henni það upp. Að auki inniheldur það C vítamín sem hefur öfluga andoxunarvirkni og ver húðina fyrir mengun, jafnar húðlit og deyfir því brúna bletti.  Steinefnaríkur jarðsjór hjálpar til við flutning efna og getu húðfrumna til að taka upp virku efnin. Lakkrísrót vinnur gegn dökkum baugum og koffín minnkar þrota og bólgur. Augnserumið kemur í svartri glerflösku með stálrúllu sem gefur frískandi og kælandi áhrif þegar augnserum er borið á. Glerflaskan er gerð úr sérstöku gleri, sem ver innihaldsefnin fyrir UV-geislum og tryggir þannig stöðugleika og gæði vörunnar.  Við mælum með að nota augnserumið á hreina húð kvölds og morgna áður en rakakrem eða sólarvörn er sett á húðina. Augnserum flasksan er 10 ml og dugar í u.þ.b. 3-4 mánuði.“

HVERSU HREIN ER VARAN?

„BL+ The Serum og Eye Serum eru COSMOS Natural vottaðar vörur og eru öll innihaldsefnin COSMOS Approved. Þetta er alþjóðlegur staðall sem á að tryggja öryggi neytenda og umhverfis og er úttektaraðilinn Ecocert Greenlife. Samkvæmt staðlinum skulu innihaldsefni vera framleidd með sjálfbærum og rekjanlegum hætti. Innihaldsefni eru án efna af erfðabreyttum uppruna, eiturefna, litarefna, ilmefna, ilmkjarnaolía, parabena, fenoxýetanóls, þurrkandi alkóhóla, sílikons og petróefna. Pakkningar skulu vera framleiddar með ábyrgum hætti og vera endurvinnanlegar. 

BL+ The Serum hefur þegar hlotið mikla athygli á alþjóðamarkaði og hlaut Elle Green Beauty Star 2021. Vörur sem hljóta þá viðurkenningu þykja eftirtektaverðar vegna gæða og sjálfbærni í vinnslu. Við kolefnisjöfnum alla okkar starfsemi með ræktun skóga og ræktun örþörunga. Í Rannsókna- og þróunarsetri Bláa Lónsins í Svartsengi höfum við þróað grænar lausnir til að vinna innihaldsefni okkar. Til marks um áherslur okkar á umhverfisvæna og sjálfbæra vinnslu þá höfum við þróað nýja tækni í að nýta koltvísýringsríkt jarðvarmagas til ræktunar örþörunga sem við notum í húðvörur. Bláa Lónið er einstakt dæmi um nýtingu jarðvarmans og sjálfbæra þróun.“

BL+ augnserumið fæst í vefverslun og verslunum Bláa Lónsins í Bláa Lóninu, Kringlunni og Leifsstöð.