BRENNINETLA Í STAÐ SPÍNATS
Brenninetla er frekar hávaxin planta þegar hún er fullvaxin eða um meters há. Hún er ekki algeng víða um land, en þar sem hún finnst er til mikið af henni. Til dæmis í Reykjavik og á Akureyri, í görðum eða við eyðibýli. Það er hægt að finna hana og nýta frá júní mánuði og fram eftir sumri. Munið að vera í gúmmihönskum þvi hún stíngur ofboðslega.
Brenninetluna er hægt að tína og sjóða og nota eins og spínat. Við suðuna eyðileggjast brennihárin, þess vegna er engin hætta á að stínga sig í munninum. Sjóðið að minnsta kosti í 15 mín. Sýið vökvan frá. Hana er hægt að nota jafn óðum í eggjakökur, blanda í ferskt pasta, í brauð og bökur, kökur og ofnrétti. Svo er líka hægt að frysta hana og eiga til að skella í rétti við tækifæri.