Breytingar á besta aldri

LIFUM BETUR + FEMARELLE

Breytingaskeiðið er eðlilegur hluti af lífi hverrar konu en þetta lífsskeið upplifa konur á ólíkan hátt, allt frá létti og bjartsýni yfir í líkamlega vanlíðan og þunglyndi. Þetta tímabil hefur löngum verið hálfgert leyndarmál og ekki verið mikið í umræðunni. Það er sem betur fer að breytast enda býður þetta tímabil konum upp á fjölmörg tækifæri, ekki síst ef þær ná að halda niðri líkamlegum einkennum.

Einkenni hormónabreytinga geta verið afar mismunandi á milli kvenna, en algengustu einkennin sem konur nefna eru hitakóf, nætursviti, þreyta, svefnleysi, pirringur, kvíði og depurð.  Mikilvægt er að konur þekki einkennin og sjálfar sig og að þær kynni sér hvað í vændum er svo það komi ekki á óvart.

Eitt sterkasta vopn kvenna í baráttunni við einkenni breytingaskeiðsins er Femarelle, en um  náttúrulega lausn við einkennum tengdum breytingaskeiðinu er að ræða. Konur um allan heim nota Femarelle til að létta á einkennum enda hefur færst í aukana að náttúrulegar leiðir séu prófaðar áður en tekin er ákvörðun um að fara í hormónameðferð undir læknishendi. 

Femarelle vörurnar eru hannaðar fyrir konur á mismunandi stigum tíðarhvarfa, þær fást í þremur gerðum:

Recharge 40+
er fyrir konur sem eru að fara í gegnum breytingaskeiðið, þær sem upplifa einkenni tengdum hormónabreytingum.

Rejuvenate 35 + 
er fyrir konur sem eru að nálgast breytingaskeiðið, þær sem eru ekki endilega farnar að finna fyrir einkennum.

Unstoppable 55+
er fyrir konur sem eru komnar í tíðarhvörf og þurfa að huga að beinheilsu.

Femarelle, sem fæst án lyfseðils í apótekum, inniheldur sérstakt efnasamband, sem unnið er úr óerfðabreyttu soja. Rannsóknir hafa sýnt að þetta efnasamband getur örvað estrógennema í staðbundnum vef og þannig dregið úr einkennum sem tengjast tíðahvörfum og stuðlað að góðu hormónajafnvægi, sem er mikilvægt til að draga úr streitu sem svo aftur hefur góð áhrif á hárið og húðina. Femarelle inniheldur einnig b-vítamín, sem stuðlar að heilbrigðu hári og betri húð.

Opnum umræðuna

Femarelle á Íslandi hefur tvisvar á ári staðið fyrir Femarelle Café, fræðslufundi í notalegu umhverfi á kaffihúsi þar sem konur geta komið saman og fræðst um einkenni breytingaskeiðsins og áhrifum þess. Þar hefur verið fjallað um breytingaskeiðið frá sjónarhóli kvensjúkdómalækna, þar sem sjónum hefur verið beint að mataræði og markmiðasetningu auk þess sem Sigga Dögg, kynfræðingur, hefur komið og frætt konur um andlegu hliðina. Konur sem farnar eru að finna fyrir einkennum hormónabreytinga, og komnar eru á breytingaskeiðið eða langar einfaldlega að vita meira og búa sig undir það sem koma skal, eru velkomnar og aðgangur er ókeypis. Stefnt er að því að halda Femarelle Café aftur með haustinu en hægt er að fylgjast með á femarelle.is og á samfélagsmiðlum @femarelleisland.

Viltu vinna ómótstæðilegan dekurpakka fyrir tvo að verðmæti 120.000 kr?

Femarelle er náttúruleg lausn við einkennum tengdum breytingaskeiðinu. Allar konur ganga í gegnum breytingaskeiðið en samt er svo lítið rætt um það! Femeralle vill breyta því og stendur fyrir herferðinni konur fyrir konur og skemmtilegum leik þar sem þú getur unnið glæsilega dekurpakka að verðmæti frá 75.000-120.000 krónur. 

SMEELTU HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT

TEXTI Brynhildur Björnsdóttir
Tögg úr greininni
,