LIFUM BETUR + FEMARELLE
Breytingaskeiðið er eðlilegur hluti af lífi hverrar konu en þetta lífsskeið upplifa konur á ólíkan hátt, allt frá létti og bjartsýni yfir í líkamlega vanlíðan og þunglyndi. Þetta tímabil hefur löngum verið hálfgert leyndarmál og ekki verið mikið í umræðunni. Það er sem betur fer að breytast enda býður þetta tímabil konum upp á fjölmörg tækifæri, ekki síst ef þær ná að halda niðri líkamlegum einkennum.
Einkenni hormónabreytinga geta verið afar mismunandi á milli kvenna, en algengustu einkennin sem konur nefna eru hitakóf, nætursviti, þreyta, svefnleysi, pirringur, kvíði og depurð. Mikilvægt er að konur þekki einkennin og sjálfar sig og að þær kynni sér hvað í vændum er svo það komi ekki á óvart.
Eitt sterkasta vopn kvenna í baráttunni við einkenni breytingaskeiðsins er Femarelle, en um náttúrulega lausn við einkennum tengdum breytingaskeiðinu er að ræða. Konur um allan heim nota Femarelle til að létta á einkennum enda hefur færst í aukana að náttúrulegar leiðir séu prófaðar áður en tekin er ákvörðun um að fara í hormónameðferð undir læknishendi.