Vellíðan með CBD olíu

ÆSIR CBD + LIFUM BETUR

Mathew Sherwood, eða Mat eins og hann er kallaður, byrjaði að rannsaka og búa til CBD-olíu fyrir 16 árum þegar ein af hans bestu vinkonum greindist með ólæknandi krabbamein á þriðja stigi. Hann býr á Íslandi með konu sinni og barni og hefur ásamt meðeigendum sínum opnað verslun á Hverfisgötu 39, sem selur hágæða CBD-vörur undir merkinu Æsir

Texti Guðbjörg Gissurardóttir

Eftir að hafa heillast af landi og þjóð ákváðu Mat og konan hans Olivia að gifta sig á Íslandi og einhvern daginn jafnvel eiga hér annað heimili. Það dróst á langinn eða þar til Covid-19 skall á. Þá létu þau drauminn verða að veruleika, sögðu bless við Bandaríkin, keyptu sér íbúð í Reykjavík og stofnuðu fyrirtæki með eigendum ferðaþjónustunnar, Pink Iceland.

GÓÐ VINKONA FÆR KRABBAMEIN

Mat vann í heilbrigðisgeiranum í Colorado áður en hann flutti til Íslands. Hann hafði litla þekkingu á lækningarmætti CBD, sem er skammstöfun fyrir cannabidiol eða kannabínóðar á íslensku, sem er virkt taugaboðefni unnið úr hampi. En það breyttist skyndilega þegar góð vinkona hans fékk krabbamein. ,,Hún var í geislameðferð og leið mjög illa. Hún gat ekki borðað, var mjög verkjuð og með brunatilfinningu í höndum og fótum. Hún hringdi í  mig grátandi eftir að hún hafði hitt lækninn sinn, sem gat lítið gert fyrir hana. Hann hafði hvíslað að henni að hún gæti prófað læknakannabis, eða CBD, sem var þá leyfilegt í Colorado-fylki. Hún hringdi í mig þar sem hún vissi að ég myndi geta fundið út úr þessu fyrir hana. Ég áttaði mig fljótt á því að efnin, sem voru þá á markaðinum, voru ekki örugg hvað hreinleika varðaði og því ekki æskileg fyrir vinkonu mína, sem var með óvirkt ónæmiskerfi. Ég gekk því í samtökin The International Cannabinoid Research Society (ICRS), sem voru komin hvað lengst í því að rannsaka CBD í læknisfræðilegum tilgangi, og sökkti mér ofan í efnið.

Nokkrum mánuðum síðar gaf ég vinkonu minni fyrstu dropana, sem ég bjó sjálfur til. Hún fékk þá undir tunguna og sviðinn sem hún var með í höndum og fótum hvarf eftir 20 mínútur. Um 45 dögum eftir að hún fékk CBD-olíuna, sem hún notaði reglulega, hringdi hún nær grátandi í mig því læknarnir höfðu sjaldan séð eins góðan árangur hjá manneskju með ólæknandi krabbamein. Þessi reynsla varð hvatinn af því að ég hef verið að vinna með CBD síðan. Og nú 15 árum síðar er vinkona mín enn á lífi og í bata,“ segir Mat stoltur.

CBD crystal oil

STUNDUM KALLAРSNÁKAOLÍA  

Mat segir að CBD-olíu sé oft líkt við snákaolíu þar sem það er svo margt sem olían á að geta lagað. Hún á að geta aukið svefngæðiminnkað stress, kvíða og þunglyndi, ásamt því að hjálpa fólki með flogaveiki, gigt, sjálfsofnæmi og bólgur. Hún linar verki, vinnur gegn krabbameini, hefur áhrif á matarlyst og efnaskipti, minni og margt fleira. En hvernig getur það verið?,,Allar frumur líkamans hafa CBD-viðtaka, sem eru hluti af endókannabínóíð-kerfi  (e. endocannabinoid) líkamans. Í stuttu máli er hlutverk þessa kerfis að halda líkamanum í jafnvægi (e. homeostasis) og gegnir mikilvægu hlutverki í tauga- og ónæmiskerfi líkamans. Þetta kerfi tengist svo nær öllum líffærum líkamans og ef það er ekki í lagi skapast ójafnvægi. CBD getur tengst við alla þessa viðtaka og hjálpað frumunum að koma á jafnvægi þar sem það þarf og gefa þeim  auka búst ef á þarf að halda. Allar frumur fjölga sér þar til þær hrörna og deyja. Þetta er eðlilegt ferli, en það gerist t.d. ekki hjá krabbameinsfrumum. Ég líki oft krabbameinsfrumum við uppvakninga, sem deyja ekki og halda áfram að fjölga sér. Samkvæmt rannsóknum þá getur CBD tengst viðtökum krabbameinsfrumna og hjálpað þeim að kveikja aftur á þessum eðlilega frumudauða svo ónæmiskerfið geti starfað eðlilega og þannig fækkað krabbameinsfrumunum. Það var einmitt þetta sem gerðist hjá vinkonu minni. Samhliða krabbameinsmeðferðinni þá styrktist ónæmiskerfið hennar og jafnvægi skapaðist,“ segir Mat um leið og hann ítrekar að CBD-olía sé ekki lækning við krabbameini, og mælir með samráði við lækna ef það á að nota hana sem hluta af meðferð. 

ÁRANGURINN LIGGUR Í MAGNINU

„Ef ég gæti komið einum skilaboðum á framfæri þá væri það að magnið sem notað er, er mikilvægasti liðurinn í árangrinum. Þetta er ekki venjulegt verkjalyf, þar sem magnið segir til um áhrifin. Þetta er eins og kúrfa, sem hækkar þar til hún fer aftur að lækka. Besti árangurinn er þar sem kúrfan er hæst. Það er því mikilvægt að byrja á því að taka einn dropa af CBD-olíunni í þrjá daga og bæta svo öðrum dropa við og gera þetta þar til þú finnur að þetta er farið að virka. Ef fólk tekur strax of mikið inn þá finnur það kannski engin áhrif því það fer yfir hæsta punktinn á kúrfunni. Gott dæmi um þetta er vinur minn, sem vildi bæta svefninn. Hann svaf með úr á sér, sem mældi gæði svefnsins. Hann byrjaði á einum dropa í nokkra daga, svo á tveimur dropum en ekkert gerðist fyrr en hann var kominn í fimm dropa. Þá sýndi úrið allt í einu 80% bætingu á svefninum. Þetta er það sem við þurfum að gera til að finna út hvað við þurfum mikið til að ná árangri með CBD.“ útskýrir Mat sem segir stundum geti það tekið allt að 4 vikur að finna árangur.

CBD crystal eye cream

HÚÐLÍNAN VERÐUR TIL

Þekking Mats og orðrómur um góðan árangur vinkonu hans í baráttunni við krabbamein barst fljótt út manna á milli. Í dag hefur hann hjálpað þúsundum manna með alls konar kvilla. „Áður en ég vissi af var ég farinn að meðhöndla nágrannann, besta vin hans, herbergisfélaga besta vin nágrannans og hundinn hans!“ segir hann og hlær. Mat segir að húðlínan hafi komið til vegna psoriasis-sjúklings, sem hann vildi hjálpa að lina kláðann og minnka útbrotin hjá og fór því að þróa krem. „Ég þurfti að læra frá grunni að búa til krem. Ég hafði varla notað krem sjálfur, en konan mín hjálpaði til við þróunina. Kremin eru þróuð með viðkvæma húð í huga, eru án ilmefna og með blöndu af CBD og öðrum náttúrulegum efnum. Þetta hefur undið upp á sig og undir Æsir-merkinu erum við m.a. farin að selja andlitskrem, serum með Hyaluronic-sýruhand- og líkamskrem og kælikrem, sem minnkar bólgur og verki.“ Aðspurður út í hvað CBD geri fyrir húðina þá nefnir hann fyrst og fremst að það sé bólgueyðandi og hafi róandi áhrif. „Húðvörurnar virka alveg eins og þegar CBD er notað til inntöku. Þau hjálpa húðinni að finna jafnvægi. Kremin virka vel á bólur, roða, þurrk og psoriasis eins og sjúklingurinn minn sannaði.

AF HVERJU ÍSLAND?

„Við konan mín höfðum talað um það lengi að búa til vörumerki fyrir CBD-framleiðsluna og þegar við ákváðum að flytja til Íslands fannst okkur þetta fullkominn tími og staður og ekki spillti það fyrir að vinir okkar hjá Pink Iceland voru til í þetta með okkur,“ útskýrir Mat og snýr sér að Evu Maríu, sem er ein af eigendum Pink Iceland og stendur vaktina í versluninni þar sem þetta samtal fer fram. Eva María segir að henni hafi ekki litist á þessa hugmynd til að byrja með. „Þetta var bara eitthvað krem fyrir mér og ég hafði alls engan áhuga á slíku prjáli. En í heimsfaraldri þegar það var bókstaflega ekkert að gera hjá okkur og eftir að Mat kynnti okkur betur fyrir vörunni þá ákváðum við að slá til og fara í samstarf, sem hefur reynst gífurlega gefandi. Ég fæ reglulega að heyra sögur frá fólki sem kemur hingað í búðina hvað CBD gerir mikið fyrir það. Og svo hefur það virkað vel á mig líka. Á þessum erfiðu tímum þá hafði ég ekki sofið heila nótt í níu mánuði. Nú þegar ég tek CBD-olíuna þá er ég hætt að vakna á nóttunni og vakna úthvíld. Svo tek ég aukadropa ef það er eitthvað sérstakt í gangi hjá mér eins og fyrirlestur eða fundir. Þá næ ég að slaka betur á en um leið næ ég meiri einbeitingu.“ Mat tekur undir þetta hjá Evu Maríu og segir marga nota CBD til að hjálpa sér að höndla stress.

æsir cbd skincare

VANDA VALIÐ

Mat ítrekar mikilvægi þess að skoða innihald CBD-vöru vel áður en keypt er. ,,Þessi framleiðsla er tiltölulega ný af nálinni og vinsældirnar miklar. Þá er alltaf hætta á því að einhverjir þarna úti reyni að græða með því að nota ódýr hráefni og segja ekki rétt til um innihaldið. Við látum vottaðan þriðja aðila taka út Æsir CBD-olíuna til að tryggja gæðin og gegnsæi. Olíurnar okkar innihalda meira magn af CBD-olíu en flestar tegundir á markaðinum eða 3000 – 6000 mg. í 30 ml. flöskum. Það þýðir að það þarf að taka færri dropa í hvert sinn. Vegna reynslu minnar og áhuga á læknandi áhrifum CBD þá hef ég kosið að nota ekki svokallaðar „full spectrum“ CBD,“ útskýrir Mat sem segir að slík olía sé alls ekki síðri enda hafi hann byrjað að framleiða slíkar olíu sjálfur. Þær innihalda fleiri efni úr plöntunni eins og THC sem er vímuefnið. Þótt það sé í mjög litlu magni og hafi engin áhrif þá getur það samt mælst í vímuefnaprófi eða lyfjaprófi eins og t.d. hjá íþróttafólki, sem ætti því að velja efni án THC. Það eru einungis tvö innihaldsefni í olíunni okkar, einangrað CBD og hampfræolía. Efnið er búið til hjá háþróuðu framleiðslufyrirtæki, sem tryggir öryggi og að skammtastærðir séu nákvæmar. Þannig náum við fullkominni stjórn á gæðum og hreinleika í vörunum okkar,“ segir Mat að lokum og segir það gleðiefni að íslensk stjórnvöld séu að vinna í því að lögleiða CBD til inntöku eins og nú þegar hefur verið gert hjá flestum nágrannalöndum okkar.