Minna stress á 15 mínútum

Já við vitum það. Þrjár leiðir í þetta og tíu mínútur í hitt. Það er af því að meðal lesandi á vefnum helst að meðaltali á vefsíðu í 15 sekúndur (reyndar eru lesendur Íbn, oftast mun lengur en það) og þessi grein er ætluð þeim sem hlaða of miklu á sig. Til að koma góðum skilaboðum á framfæri, þá þarf stundum að hafa þau stutt og hnitmiðuð.

ÞRJÁR LEIÐIR TIL AÐ MINNKA STRESS Á 15 MÍNÚTUM:

    1. Losaðu þig við óþarfa: Það er erfitt að hafa rólegan huga þegar heimilið/skrifstofan er yfirfull af óreiðu. Taktu 5 mínútna skorpu í tiltekt á skrifborðinu og í kringum þig, raðaðu hlutum í forgangsröð og náðu yfirsýn. Losaðu þig við það sem þú notar ekki, gefðu eða hentu á umhverfisvænan hátt. Góð tilvitnun að hafa í huga fyrir heimili og skrifstofu: „Have nothing in your house that you do not know to be useful, or believe to be beautiful!“
    2. Taktu pásu í fimm mínútur: Stilltu klukkuna í símanum þínum á fimm mínútur og láttu hana telja niður. Sestu niður á rólegum stað, taktu djúpan andardrátt, lokaðu augunum og sittu kyrr. Taktu eftir þögninni og reyndu að róa hugann, ekki leyfa hugsunum að snúast um það sem þú þarft að gera, heldur taktu eftir þögninni, bara í þessar fimm mínútur.
    3. Segðu nei: Þó að þú getir gert eitthvað þýðir það ekki að þú ættir að gera það. Farðu yfir dagskrána hvort það sé eitthvað þar sem þú hvorki vilt eða þarft að gera. Æfðu þig að segja nei þar til dagskráin þín er þannig að þú getir að minnsta kosti gefið þér tíma í þessa 5 mínútna pásu og jafnvel eitthvað annað uppbyggjandi sem þig langar að gera í ró og næði. Hér er frábært skjal til að prenta út, til að halda betur utan um verkefni dagsins. Því meira sem maður gefur sér tíma í ró og næði, því betur heyrir þú í sjálfri/sjálfum þér.

Skyndilega er lífið örlítið einfaldara….