DIY – Heimagerður uppþvottalögur

Þegar við setjum uppþvottavélina í gang eða hellum hreinsilegi út í skúringavatnið eru þægindin, góði ilmurinn og skínandi hreint yfirborðið flestum efst í huga. Fæstir velta fyrir sér hvar þessi efni enda eða hvort þau skaða náttúruna. Stór hluti þeirra hreinsiefna sem fást í verslunum, og sem flestir nota daglega, geta gert loftið heima hjá okkur mengaðra en það sem er fyrir utan. Einnig geta þau haft skaðleg og óafturkræf áhrif á umhverfið, unnið gegn náttúrunni og þar af leiðandi gegn okkur.

Eldhúsið

Með lítilli fyrirhöfn er hægt að skipta yfir í umhverfisvænni hreinsiefni og sápur sem lágmarka skaðann á náttúrunni en virka jafn vel. Enn skemmtilegra og ódýrara er að búa til sín eigin hreinsiefni, t.d. með matarsóda, ediki og jurtasápu. Þegar búið er að bæta við nokkrum dropum af ilmkjarnaolíu erum við ekki aðeins komin með vellyktandi heimagerðan uppþvottalögur heldur kröftugt efni sem virkar vel bæði á líkama og sál. 

Eldhúsið er hjarta heimilisins en því miður líka himnaríki fyrir sýkla. Um leið er eldhúsið sennilega sá staður heimilisins þar sem mest er notað af hreinsiefnum. Vikulega munum við birta uppskriftir að umhverfisvænum tilbrigðum við hefðbundin hreinisefni. Gott er að nota uppskriftirnar sem grunn og þróa svo sína eigin uppskrift með þeim ilmi sem er í mestu uppáhaldi.

Heimagerður uppþvottalögur

Hráefni
2 bollar jurtasápa
10 dropar lemon-ilmkjarnaolía
6 dropar lavender-ilmkjarnaolía

Aðferð
Blandið saman í fjölnota plast- eða glerflösku sem hægt er að kreista eða pumpa. Hristið vel fyrir hverja notkun. Setjið 1-2 msk. í uppþvottavélina og notið eftir smekk út í uppþvottavatnið og í borðtuskuna.

 

Þessi grein er úr vetrarblaði Lifum Betur – í boði náttúrunnar 2010