Þegar við setjum uppþvottavélina í gang eða hellum hreinsilegi út í skúringavatnið eru þægindin, góði ilmurinn og skínandi hreint yfirborðið flestum efst í huga. Fæstir velta fyrir sér hvar þessi efni enda eða hvort þau skaða náttúruna. Stór hluti þeirra hreinsiefna sem fást í verslunum, og sem flestir nota daglega, geta gert loftið heima hjá okkur mengaðra en það sem er fyrir utan. Einnig geta þau haft skaðleg og óafturkræf áhrif á umhverfið, unnið gegn náttúrunni og þar af leiðandi gegn okkur.