HVÍTLAUKUR: Látið smáttskorinn eða pressaðan hvítlauk liggja í hunangi yfir nótt og takið með skeið eftir þörfum. Gott er að bæta smá turmeric útí sem er mjög heilandi krydd.
EPLAEDIK: Til að losna við kláðann sem veldur oft óstjórnlegum hósta settu tvær msk. af eplaediki ásamt tveimur msk. Af hunangi út í örlítið af volgu vatn og drekktu. Gott að taka fyrir svefninn.
FJALLAGRÖS: Búið til te úr fjallagrösum og drekkið yfir daginn. Einnig er gott að gera drykk með 1 stk. apótekaralakkrís og ca. hálfum poka af fjallagrösum. Sjóðið í 1.1/2 lítra af vatni og látið malla í smástund. Hellið á flösku og þá áttu heimatilbúinn hóstasafa.
SÍTRÓNA: Vefjið sítrónubakstur um hálsinn. Kreistið sítrónu í c.a. 20 gráðu heitt vatn, dýfið efnisbút ofan í og vindið. Skellið þessu utan um hálsinn og vefjið ullartrefli yfir.
1 athugasemd