Ég er nýkomin heim úr ferðlagi þar sem ég flaug yfir hálfan hnöttinn til að hitta kæra vinkonu sem er að sigla um heimsins höf (meira um það í vorblaði Í boði náttúrunnar). Þar sem ég hef verið á heilmiklu flakki undanfarið er ég orðin sérfræðingur í því hvað ég þarf að hafa mér þegar ég ferðast og líka hvað ég þarf ekki. Sérstaklega þegar flugfreyjutaska er eini farangurinn minn. Undanfarið hef ég verið að ferðast til framandi staða þar sem ég get ekki gengið að því vísu að ramba á heilsubúð og því þurft að vera ansi útsjónarsöm til að halda uppi heilsusamlegu mataræði. Einnig hef ég komist að ýmsu sem hefði geta komið sér vel og mun ekki gleyma næst:
- NESTI FYRIR FLUGIÐ: Það eru ekki allir flugvellir og flugvélög sem bjóða upp á djús og þeytinga eða Gló máltíð í vélinni eins og við Íslendingar búum við. Þar sem ég borða ekki kjöt get ég lent í vandræðum með flugvélamat. Þannig að oftast tek ég með mér nesti í flug. Ég fer í mína uppáhalds heilsubúð þar sem ég er stödd (Gló í Fákafeni í Reykjavík, Whole Foods í USA og Veganz eða Biomart í Berlín) og fylli á byrgðirnar. Það fer að sjálfsögðu eftir því hversu langt flugið er, en oftast er nestið mitt epli eða banani, hnetur, þurrkuð ber og fræ sem ég blanda saman og tek með, þá tek ég með mér lítið nestisbox með hummus, niðurskornu grænmeti, poppkexi eða glúteinlausu hrökkbrauði. Svo verð ég að taka með orkustykki og líka uppáhalds dökka súkkulaðið.
- ILMKJARNAOLÍUR: Þegar ég hef tekið með mér ilmkjarnaolíur í ferðalag nota ég þær á ýmsa vegu. Ég tek þá helst með mér Young Living lavender- og piparmyntuolíu því hana má innbyrgða og ef mér verður flökurt set ég dropa af piparmyntu í vatnið mitt og nudda einnig dropa á milli lófanna og þefa. Fyrir svefninn eða í löngu flugi er lavender róandi og þá set ég dropa á gagnaugað eða þefa af henni. Svo á meðan ferðalaginu stendur smelli ég stundum dropa á iljarnar áður en ég fer út í daginn eða fyrir svefninn.
- MORGUNMATUR OG DRYKKIR: Ég var á flugvallarhóteli um daginn þar sem það eina sem var í boði í morgunmat voru sykraðir kleinuhringir og örþunnt kaffi. Ef mér liði vel af því að fá mér slíkt í morgunmat þá myndi ég svo sannarlega moka þessu í mig, en svo er ekki. Þess vegna tek ég með mér chia fræ og stundum líka grænt duft til að setja út í vatn og gera mér grænan djús. Áður en ég fer að sofa set ég chia fræin í vatn og bæti því sem ég á til útí, kókosdufti, kanil eða afgangnum af hnetublöndunni úr fluginu. Þetta borða ég svo þegar ég vakna og er líka með tepoka með mér eða instant Reishi.
- FERÐAKIT: Ég gleymi alltaf einhverju og til þess að einfalda lífið er flugfreyjutaskan ávallt útbúin nokkrum aukahlutum sem mér finnst gott að hafa með mér. Þetta er að sjálfsögðu fyrir utan föt, passa, veskið, helstu snyrtivörur og góða bók:
- Uppblásin hálspúði – þetta eiga margir til – mér finnst uppblásinn þæginlegri því hann tekur lítið pláss.
- Stór klútur – sem virkar sem teppi, klútur, undirlag, kjóll, tjald, fyrir augun eða hetta
- Lífræn sólarvörn – sem virkar vel, þar sem ég er mjöög ljós á hörund. Ég hef komist að því að þær fást ekki alls staðar svo að ég kaupi vörn frá danska merkinu Rudolph, fæst í verslun Gló í Fákafeni.
- Silkipoki – er næfurþunnur svefnpoki sem er frábær ef þú ert að fara á heita og framandi staði. Þessi silkipoki sem móðir mín gaf mér bjargaði mér í Indlandi og Suður Ameríku frá moskítóbitum á næturna og öðrum óvelkomnum gestum.
- Tvær passamyndir – bara til öryggis, ef passinn týnist eða ég þarf að skrá mig inn í landið á staðnum.
- Birkinstock sandalar: eða einhverjir skór sem mér finnst virkilega þæginlegir.
- Auka batterí fyrir snjallsímann – Þetta er ótrúleg snilld sem hefur bjargað mér á ferðalögum þegar ég kemst ekki í rafmagn í einhvern tíma.
- Hlaðvörp – Ok, þau eru ekki í töskunni og ég er ábyggilega fimm árum of sein að átta mig á hversu æðislegt það er að hafa hlaðvörp í snjallsímanum, en ég er að segja ykkur það, þetta gerir öll ferðalög skemmtilegri og fróðlegri. HÉR eru nokkur áhugaverð um heilsu.
Góða ferð!
Endum svo á nokkrum góðum ráðum frá heilsufrumkvöðlinum Kris Carr, en við erum sammála um margt.