Að undanförnu hafa litlar sælkera- og sérvöruverslanir verið að sækja í sig veðrið að nýju.“ Á tímabili var mikil gróska í þessu en fyrir svona fimm árum fór að fjara undan, líklega vegna þess að stórmarkaðirnir fóru að leggja áherslu á lífrænt og sælkeraafurðir og samkeppnin er hörð. En með uppsveiflu í smáframleiðslunni hefur aftur myndast stemming fyrir þessum sérvörum og sérverslanirnar njóta góðs af því.“ Hann segir staðsetninguna við Laugalæk bjóða upp á marga möguleika. „Bæði er þetta svæði ákaflega heillandi, mikið rými og auðvelt aðgengi en svo er þarna líka góður kjarni, ísbúð, Krambúðin, Brauð og co og Pylsumeistarinn og svo Kaffi Laugalækur. Þetta er svona sælkeratorg og möguleiki á að gera virkilega spennandi hluti,“ segir Þórður að lokum.
frulauga.is
baenduribaenum.is