Bein snerting við matinn
Fólki finnst svo spennandi að fá að koma inn í gróðurhúsin. Það hefur jafnvel aldrei velt fyrir sér hvernig tómataplanta eða gúrkuplanta lítur út, og nýtur þess svo augljóslega að komast í þetta návígi, fá að snerta plönturnar, tína upp í sig rauða tómata beint af trjánum og komast í beina snertingu við matinn sem við borðum. Síðan finnst fólki spennandi að sjá aðferðirnar sem við notum, við erum til dæmis með býflugur inni hjá tómötunum til að sjá um frjóvgunina. Alls konar skordýr, smápöddur og annað, sem eru í pokum á trjánum og hjálpa okkur að halda skaðvöldum í skefjum. Það er fyrst og fremst þessi upplifun, þetta návígi sem gleður fólk.