Fuki Wraps – Pakkað inn á umhverfisvænni hátt

Nú eru fimm dagar til jóla og undirbúningur í fullum gangi á flestum heimilum. Við elskum að finna umhverfisvænni lausnir í kringum þennan árstíma sem gera grænni og vænni jól. Við rákumst á nýjungina Fuki wraps sem er umhverfisvæn leið til pakkninga í textíl og frábær staðgengill gjafapappírs. Hugarnir á bakvið hönnunina eru George Stapleton og Ásta Karen Ágústsdóttir en þau eru ensk-íslenskt hönnunar teymi sem hafa ástríðu fyrir að gera litlar hversdagsbreytingar sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið.

Á hverju ári er 101 milljón fermetrum eða 5.878 fótboltavöllum af gjafapappír hent í ruslið eftir notkun, og er hefðbundinn gjafapappír óendurvinnanlegur og endar í urðun. Þegar þau Ásta og George komust að þessu byrjuðu þau að leita annarra lausna.

a+nordic+christmas+bag

Furoshiki er aldagömul japönsk hefð sem felur í sér að vefja inn gjöfum með textíl. Það er eitthvað svo miklu eigulegra að fá gjöf pakkaða inní efni sem maður hendir ekki um leið og getur notað á fleiri vegu. Svo getur maður annaðhvort gefið efnið til baka til þess sem gaf það eða átt það sjálfur (búið til poka úr því til dæmis eða nýta sem barnateppi eða dúk) og notað áfram. Þau hafa því búið til fallega lausn, sem endist, er margnota og sérlega falleg!

Hægt er að panta Fuki wraps á síðunni www.fukiwraps.com sem eru úr 100% bómul en vefsíðan sýnir einnig hvernig hægt er að vefja efnið saman fyrir mismunandi stærðir gjafa.

 snowdropshop
Tögg úr greininni
, , , , ,

Taktu þátt í umræðunni