Fylgdu innsæinu

Þegar við fæðumst þá erum við 100% hrein og sönn; við vitum hver tilgangur okkar í lífinu er og hver við erum. Það vill því miður gerast að samfélagið mótar okkur þannig að við lokum á innsæið og hættum að hlusta á það.

Frá blautu barnsbeini hefur okkur verið sagt hvernig við eigum að haga okkur, hvernig okkur á að líða, hvernig við eigum að klæða okkur o. s. frv. Allir eiga að passa í sama form og fara eftir fyrirfram ákveðinni leið. Foreldrar, og þeir sem eldri eru, geta dregið úr einstakleika barnanna með því að koma þannig fram við þau að þeir eldri viti alltaf betur og viti hvað sé þeim fyrir bestu. Þetta hefur þær afleiðingar að börn hætta mjög ung að hlusta á sitt eigið hjarta og líkama. Maður tekur eftir því þegar börn fara allt í einu að hugsa sig um áður en þau tala og verða meira vör um sig. Þau eru orðin mótuð af samfélaginu. Þegar þau síðan eldast þá kunna þau ekki lengur að treysta innsæinu sínu og tilfinningum.

Þó að tengslin við innsæið okkar séu rofin þýðir ekki að það sé horfið. Við getum æft okkur að hlusta á það aftur og lært að treysta því. Með því t.d. að efla sjálfstraustið, hugleiða á hverjum degi, gera jóga nokkrum sinnum í viku og æfa okkur að vera í núinu. Allt þetta eru hlutir sem hjálpa okkur að tengjast innsæinu okkar aftur, en eru ekki skyndilausnir.

ENGINN ER EINS

Það er mikilvægt að hafa í huga að öll erum við einstök og enginn er eins. Við höfum öll mismunandi genasamsetningu, persónuleika, trúarskoðanir og lifum í mismunandi umhverfi. Við höfum mismunandi líkamsvirkni og jafnvægi, það er aðeins meðfædd viska líkamans sem veit rétta jafnvægið fyrir þig. Líkaminn er alltaf að gefa okkur skilaboð um hvað hann vill og hvað hann vill ekki.

Það er svo magnað að líkaminn gefur okkur skýr skilaboð þegar honum mislíkar eitthvað. Það er svo undir okkur sjálfum komið hvort við veitum því eftirtekt eður ekki. Mörg erum við á svo miklum þeytingi að við tökum ekki eftir eða viljum hreinlega ekki taka eftir skilaboðunum sem er verið að senda okkur. Það er einnig oft þannig að við vitum innst inni hvar vandamálið liggur en þykjumst ekki vita af því , þar sem við nennum ekki að takast á við það og hefjast handa.

Þarna kemur innsæið okkur til hjálpar, því meira sem við treystum því og hlustum á það því betur tökum við eftir skilaboðum líkamans.

STERK SKILABOÐ

Skilaboðin sem líkaminn gefur eða sendir okkur geta verið verkir, vanlíðan eða sjúkdómar. Ef við hlustum ekki á líkamann mun hann verða ákveðnari í að koma skilaboðunum til okkar, það þýðir enn meiri verkir og vanlíðan. Það er því mjög mikilvægt að hlusta á líkamann og vera vel vakandi fyrir öllum þeim skilaboðum sem hann sendir okkur.

Til dæmis ef borðað er eitthvað sem fer illa í mann þá eru líkur á að fálíkamlega verki eða andlega vanlíðan. Hausverkur, útbrot í húð, uppþembdur magi, magaverkir, óeðlilegar hægðir, ógleði, pirringur, depurð, svitaköst og margt fleira eru dæmi um slíka verki og vanlíðan. Þetta er einstaklingsbundið eftir hverjum og einum. Einnig getur maður fengið líkamlega verki og almenna vanlíðan ef eitthvað er að angra mann andlega. Ef við hugsum ekki fallega , stöndumekki með okkur erum langt niðri fyrir, kvíðinn eða jafnvel þunglynd getur það komið alveg jafn mikið fram líkamlega á sama háttog þegar maður borðar fæðu sem líkaminn þolir ekki.

Verum vakandi fyrir því sem við ert að borðum, hugsum og segjum. Andleg og líkamleg líðan helst í hendur og til þess að vera í jafnvægi þarf bæði að vera í lagi. Með því að vera vel vakandi fyrir þessu uppgötvum við fljótt hvað það er sem við þurfum til að láta okkurlíða sem best. Einnig muntu finna rót vandans ef þú átt í eitthverjum vanda þ.e.a.s.

Það er magnað að vera í góðu sambandi við innsæið sitt og geta treyst því 100%. Líkaminn minn gefur mér alltaf skýr skilaboð ef það er eitthvað sem ég er að gera vitlaust hvað mataræði og andlega heilsu varðar. Ég treysti honum þ.a.l. fyrir öllu og hann leiðir mig áfram í gegnum lífið. Ég tek ákvarðanir út frá innsæinu mínu í stað þess að miða ákvarðanir út frá því hvað aðrir myndu gera eða myndu vilja að ég gerði.

Vertu þú sjálf/ur og hættu að miða þig við fólkið í kringum þig, það er bara til eitt eintak af hverri manneskju svo njóttu þess að vera þessi magnaði einstaklingur sem þú ert.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.