Fylltir Kúrbítsbátar

Þessi réttur er tilvalin til að hafa með í grillinu í sumar. Hann er einfaldur og þarf ekki of mikið af hráefnum. Hægt er að baka eða grilla kúrbítsbátana. Þeir eru ljúffengir og bragðmiklir.

2 kúrbítar, skornir í tvennt á langinn
1/2 rauðlaukur
Handfylli af kirsuberjatómötum
Tómatpúrra
1/2 paprika
Fersk basilíka

Ricotta ostur
1/2 tófú stykki (sirka 200 gr)
1/4 bolli kasjúhnetur
3 msk olía
2 msk næringager
1 hvítlauksgeiri
1 tsk chili eða sriracha
1/2 sítróna kreist
3-4 stór basilíku lauf eða 1 tsk þurrkuð

Skerið kúrbítana í tvennt og fjarlægið mesta gumsið úr miðjunni með skeið. Smyrjið tómatpúrru á kúrbítana, sirka 1-2 msk á hverja sneið, eftir smekk. Skerið rauðlaukinn og paprikuna í þunnar sneiðar og kirsuberjatómatana í tvennt og dreifið yfir á allar sneiðar. Blandið öllum hráefnum fyrir ricotta ostinn saman í blandara eða matvinnsluvél. Smyrjið ostinum yfir á kúrbítsneiðarnar og stráið svo basilíku yfir allt saman. Bakið inni í ofni í sirka 20 – 25 mín eða þangað til kúrbíturinn er orðinn mjúkur en ekki slepjulegur.

Tögg úr greininni
, , , ,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.