Villtir vetrarkransar

Villtur vetrar úr náttúrulegum efnivið.

Lifandi kransar eru fallegt skraut sem ilmar vel og notalegt er að hafa í kringum sig. Þeir brotna hratt niður og umbreytast í næringu fyrir gróðurinn í garðinum þegar veturinn hefur hvatt okkur. Ekkert plast, fyrirferðarmiklar umbúðir eða mengandi efni hér á ferð.

HRÁEFNI

Furugreinar

Þinur

Einir

Reynir

Sortulyng

Eski

Mosi

Könglar (fura, lerki, greni)

Láttu sköpunargáfuna njóta sín við kransagerðina.

TÓL OG TÆKI

Góðar greinaklippur

Hálmkrans (eða búa til eigin krans úr t.d. birkigreinum)

Bindivír á kefli

Vírklippur

Límbyssa (notuð við könglakransa)

Könglar eru frábært efni í vetrarkransa, sem endast ár eftir ár.

GÓÐ RÁÐ

Safnið saman efniviði þannig að það sjái ekki á náttúrunni.

Klippið hóflega af plöntunum (mest 10%).

Nýtið efni úr eigin garði eða nærumhverfi og leikið ykkur með ólíkan efnivið.

Munið eftir að gera lykkju aftan á kransinn úr tvöföldum vír.

Könglakransa má nota ár eftir ár. Gott er að geyma þá í poka og setja í geymslu til næstu jóla.

Ef kransinn er hafður innandyra er gott að úða hann með vatni til að halda honum ferskum.

Grenigreinar henta ekki til skreytinga innandyra því að nálarnar hrynja af þegar grenið þornar. Henta betur utandyra. 

Einfaldur og fallegur vetrarkrans.
Kransinn helst fallegur ef vatni er úðað á hann af og til.
Rauði liturinn setur skemmtilegan svip á kransinn.