Fyrirlestraveisla ársins

20 fyrirlestrar um heilsu og umhverfismál á vefnum lifumbetur.is

HEILSAN HEFUR SJALDAN VERIÐ MIKILVÆGARI
HVAÐ GETUM VIÐ GERT?

MARKMIÐ FYRIRLESTRANNA:

Bætum andlega líðan 
Svefn, streita, djúpslökun, heilandi garðar, hugarfar og jafnvægi
Bætum líkamlega heilsu
Þarmarnir, orkan, lífsstílssjúkdómar, þyngd, öndun, mataræði og forvörn
Bætum umhverfið okkar 
Eiturefnalaust heimili, græn fjölbýli, minni fata- og matarsóun, bætum loftgæði og finnum lausnir

Covid-19 hefur valdið breytingum, óvissu og óöryggi á mörgum sviðum en líka skapað tækifæri og bjartsýni og ekki síst gert okkur grein fyrir því hvað er mikilvægast í þessu lífi, heilsan okkar og okkar nánustu!

Útgáfan Í boði náttúrunnar er 10 ára í ár og við ætlum að horfa fram á við og fagna lífinu, heilsunni og náttúrunni með þessum glæsilega viðburði þar sem einvalalið fyrirlesara kemur saman og deilir ómetanlegri þekkingu og reynslu og minnir okkur á hvað við getum gert til að viðhalda og bæta heilsu okkar og umhverfi.

Við vonum að þú nýtir þér þetta tækifæri, kaupir aðgang að helgarveislu með 20 fyrirlestrum á netinu og nærir þig og þína – heima í stofu!

Viðburðurinn verður í beinni útsendingu á netinu 31 okt. – 1 nóv. auk tveggja vikna endurspilunar
á aðeins 5.500 kr.  (3.500 kr. ef áskrifandi)

Lokað verður fyrir aðgang 16. nóvember 2020

Notaðu tækiærið og prófaðu áskrift
Tögg úr greininni
,