Grænar gjafir á vefnum

Af hverju ekki að komast hjá jólaösinni í búðunum og umferðinni á götunum og kaupa jólagjafir á veraldarvefnum? Fjölmargar vefverslanir, sem selja umhverfisvænar og náttúrulegar vörur, hafa skotið upp kollinum hérlendis síðustu ár og hér,  má sjá úrval frá nokkrum þeirra.

KOWTOW

Kjóll/Yfirhöfn

Kowtow er nýsjálensk hönnun sem oft er lýst sem minimalískri og áreynslulausri, þar sem lögð er áhersla á þægindi og hjá þeim er öll bómull lífræn og sanngirnisvottuð. Þessa skemmtilegu og tímalausu flík má nota hvort sem er sem kjól eða yfirhöfn. Hún kemur úr Building block línunni og fer vel með öðru frá Kowtow sem fæst einnig í ORG. Sniðið er svokallað „oversized“. Flíkin nær niður að hnjám oger með vösum sem gerir hana þægilega og hentar hún fyrir öll tilefni og sem fullkomin gjöf fyrir þá sem vilja vandaðar og umhverfisvænar flíkur.

Fæst í ORG

Verð 25.900 kr.

 

 

AIAYU
Sængurföt

ORG er nýkomið með dásamleg sængurföt úr lífrænni bómull frá dönsku verðlaunamerki. Aiayu vinnur annars vegar með kasmírull og framleiðir prjónavörur með sjálfbærum hætti og hins vegar lífræna bómull sem er GOTS vottuð (Global organic textile standard). Undir merkinu er bæði fatnaður og heimilisvörur og hefur ORG boðið upp á peysur, skyrtur og buxur um nokkurt skeið. Nú bætast sængurföt við flóruna en þau koma í fimm fallegum litum. Frábær gjöf fyrirnautnaseggi og fagurkera.

Fæst í ORG
Verð 20.900 kr.

 

 

 

 

 

FJÖLNOTA.IS

Áhaldapokar

Vefverslunin Fjölnota býður upp á vörur sem koma í stað einnota vara og er markmiðið að aðstoða heimili við að minnka plastnotkun sína. Þessir áhaldapokar henta vel undir hnífapör, fjölnota rör eða tannburstann. Þeir er

u saumaðir úr 100% bómullarefni og svokölluðu food-safe efni eru sérhönnuð til notkunar í snertingu við matvæli og eru pokarnir saumaðir á Hvammstanga. Innra efnið á að þola u.þ.b. 300 þvotta og er án aukaefna, svo sem BPA og þalata. Pokarnir koma í ýmsum litum og munstrum og hægt er að fá nestispoka í stíl.

Fæst á Fjölnota.is

Verð frá 2.200 kr.

FJÖLNOTA.IS

Blautpokar

Blautpokarnir frá Fjölnota eru framleiddir úr vatnsheldu pólyesterefni sem gerir þá frábæra undir sundfötin, brúsana, kremin og skyrið. Pokarnir eru með smelltum hanka sem getur auðveldað umgengni, t.d. í búningsklefum eða til að hengja á kerruna. Blautpokarnir koma í nokkrum litum og tveimur stærðum og von er á tveimur stærðum til viðbótar á nýju ári og ættu því allir að geta fundið blautpoka fyrir sínar þarfir. Pokarnir eru góð gjöf fyrir alla sem vilja minnka plastnotkun sína og ganga betur um jörðina.

Fæst á Fjölnota.is

Verð frá 750 kr.

 

MODIBODI

Brjóstagjafabolur

Brjóstagjafabolurinn frá Modibodi er verðlaunuð flík, sem lekur ekki í gegnum og kemur hann því í veg fyrir lekahlífar. Því er hægt að segja bless við einnota, ertandi lekahlífar en það er bæði gott

fyrir börnin og umhverfið. Fyrirtækið Modibodi kemur frá Ástralíu en nú er hægt að nálgast vörur þess á íslensku vefversluninni Modibodi. Vörurnar eru framleiddar úr hágæða en náttúrulegum efnum. Brjóstagjafabolurinn er þægilegur, þurr og sjálfbær valkostur fyrir allar mæður með börn á brjósti.

Fæst á modibodi.is

Verð 9.900 kr.

 

 

 

 

MODIBODI

Túrnærbuxur

Þessar túrnærbuxur eru vinsælasta tegundin hjá Modibodi.is og tengja þær saman glamúr og tækni. Þær tilheyra Sensual-línu Modibodi og koma bæði með miðlungs og mikilli rakadrægni. Þær vernda gegn minni lekum og veita aukna vernd yfir nóttina, sem heldur rúmfötunum án bletta. Þær henta líka sem aukinn stuðningur á miklum blæðingum og fyrir óvæntar blæðingar, útferð og óvænt hláturs- og hnerrapiss. Buxurnar eru úr bambus úr sjálfbærri ræktun en það efni sem er næst klofinu er merino-ull sem er í eðli sínu rakadræg og bakteríudrepandi. Besta við túrnærbuxurnar er að með þeim notarðu færri dömubindi, innlegg og túrtappa, sem er gott fyrir plánetuna.

Fæst á modibodi.is

Verð frá 4.190 kr.

 

 

NFco

Tannburstar

Allir nota tannbursta og getur það verið kannski svolítið óhefðbundin, en samt sem áður skemmtileg, jólagjöf. Vefverslunin Infantia selur tannbursta frá Nfco sem eru framleiddir úr óerfðabreyttri kornsterkju, þeir brotna niður í náttúrunni og hárin eru úr mjúku næloni og eru án BPA. Tannburstarnir eru einstaklega fallegir, fara vel í hendi og koma í fjórum mismunandi litum ásamt skemmtilegum standi. Þá innihalda umbúðirnar ekkert plast og brotna niður í náttúrunni. Einnig er hægt að fá umhverfisvæna tannbursta fyrir börn í Infantia. 

Fæst á infantia.is

Verð 1.059 kr.

UBBI

Kúruteppi

Krúttlegu kúruteppin, frá bandaríska barnavörumerkinu Ubbi, eru dásamleg gjöf fyrir öll börn og foreldra. Þau eru bæði falleg og vönduð enda framleidd úr fínni, ofinni bómull (cotton muslin). Teppin eru létt, mjúk og þægileg, og hægt er að breyta þeim í bangsa á augabragði. Þau henta vel bæði heima og á ferðinni og koma tvö saman í pakka.

Bangsarnir eru af ýmsum gerðum og er hægt að fá saman ref og otur, hund og kött og síðast en ekki síst blettatígur og zebradýr.

Fæst á infantia.is

Verð 4.990 kr.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.