Grænar gjafir

Það þarf að huga að mörgu þegar kaupa á jólagjafir, sérstaklega þau sem vilja gefa umhverfisvænar, grænar gjafir. Allt sem við kaupum hefur áhrif á jörðina og við höfum vald til að ákveða hver þau áhrif verða. Fyrsta skrefið, ef við þurfum að kaupa eitthvað, er að velja vöru sem hefur sem minnst áhrif á umhverfið. Það getur verið flókið mál en aðalmálið er að gera sitt besta miðað við aðstæður hverju sinni.

Gott er að spyrja sig: Get ég verslað íslenskt, fundið umhverfisvænni kost, lífrænt, Fair trade, forðast plast og skaðleg efni, látið gott af mér leiða eða gefið upplifun?

Sjá fleiri hugmyndir að grænum vörum á grænatorgið.is

Íslensk jólatré

Fyrir hvert jólatré sem keypt er af Skógræktarfélagi Reykjavíkur eru fimmtíu ný gróðursett. Skógarhöggið er sjálfbært og mikilvægur liður í grisjun skógarins. Jólatrén eru seld á jólamarkaði Skógræktarfélagsins í Heiðmörk allar aðventuhelgar. Einnig eru til sölu afurðir úr Heiðmörk eins og kurl, eldiviður, borðviður og fánastangir allt árið. heidmork.is

Blómapottar úr pappír

Gefðu blóm í sjálfbærum blómapotti frá Oohh. Pottarnir eru úr endurunnum pappír, húðaðir að innan með náttúrulegu latexi og 100 % vatnsheldir. Utan á pottana er notað ýmiss konar efni,  endurunnið og náttúrulegt úr nærumhverfi, s.s. sandur, sement og viðarkurl. Varan er með fair trade vottun og handunnin á Sri Lanka. eftirtekt.is

Japanskir gjafaklútar

Furoshiki er tilvalin leið til að komast hjá gjafapappírssóun sem fylgir oft jólunum. Þeir eru umhverfisvænir og margnota. Hefðin í Japan er sú að sá sem gefur, tekur klútinn til baka. En klútarnir eru einnig tilvaldir sem hluti af gjöfinni og hægt að gefa áfram og nota á ýmsa vegu. kampai.is 

Margnota ferðamál

Fjölnota bollinn frá Circular&Co er unninn úr einnota pappamálum, endist í 10 ár og má fara í uppþvottavélina. Hann fæst hjá Kaffitár en öll kaffihúsin þeirra eru Svansvottuð. Auk þess fylgir frír kaffibolli með málinu og 40 kr. afsláttur er af öllum drykkjum Kaffitárs ef ferðamálið er notað. kaffitar.is

Dagatal Í boði náttúrunnar

Handteiknað veggdagatal af listakonunni Elísabetu Brynhildardóttur, prentað í umhverfisvottaðri prentsmiðju á Íslandi. Þetta fallega dagatal gefur öðruvísi en jafnframt góða yfirsýn yfir allt árið, hvort sem það er yfir afmælisdaga, frídaga eða aðrar uppákomur. Hægt að hafa á borði eða vegg og hentar fyrir alla aldurshópa. Kaupa dagatal

Gjafaáskrift Í boði náttúrunnar

Gefðu góðan innblástur, gefðu þrjú blöð af LIFUM BETUR dreift yfir árið. Tímaritið er prentað á umhverfisvænan pappír í Svansvottaðri prentsmiðju á Íslandi og er eitt tré gróðursett á ári fyrir hvern áskrifanda í Heiðmörk. Tímalaus gjöf sem gleður marga lengi. Kaupa áskrift

Íslensk ullarsæng og koddi

Hver vill ekki náttúrulega sæng og/eða kodda laus við öll eiturefni. Lopidraumur er vottuð vara, Standard 100, OEKO-TEX®, framleidd á umhverfisvænan hátt með lágt kolefnisspor og stuðlar auk þess að sjálfbærni. Íslenska ullin er hlý, andar sérstaklega vel og hefur kælandi áhrif ef okkur verður of heitt og öfugt. lopidraumur.is

Hreinar húðvörur

Þegar þú gefur gjafasett frá Kana Skincare getur þú verið viss um að gefa hreinar húðvörur. Unnar úr 100% plöntuafurðum, ekki prófaðar á dýrum og innihalda hvorki viðbætt ilm- né parabenefni. Þær innihalda CBD úr iðnaðarhampi, sem hefur verið notað með einstökum árangri gegn algengum húðvandamálum. heimadekur.is

Gæða viðarleikföng

Sjálfbærni og umhverfisvernd hefur verið leiðarljósið í framleiðslu PlanToys leikfanganna s.l. 40 ár sem eru m.a. unnin úr endurnýttum gúmmítrjám og öðrum náttúrulegum efnum. Allur efniviður sem fellur til í framleiðsluferlinu er endurnýttur. Hlutverkasett, þroskaleikföng, hljóðfæri, spil o.fl þroskandi gæðaleikföng. plantoys.is

Allt í ullarpeysuna

Uppspuni er sjálfbær spunaverksmiðja í eigu bændanna Huldu og Tyrfings sem vinna garn úr ull af eigin kindum. Sillupakki inniheldur allt sem þarf í fallega peysu. Þú velur litasamsetningu úr garni í náttúrulegum litum íslensku kindarinnar og handlituðu garni úr sömu ull. Uppskriftina hannaði Maja Siska. www.uppspuni.is

Ólífuolía sælkerans

Á Krít jafngildir hágæðaólífuolía gulli. Biolea-olían er framleidd úr lífrænum, handtíndum Koroneiki-ólífum. Þær eru steinmuldar og kaldpressaðar með lífrænum sítrónum og appelsínum. Auk hennar er jómfrúarólífuolían úr heimagarði Vassalakis fjölskyldunnar tilvalin á salatið. Hágæðaolíur sem munu heilla matgæðinginn olea.is

Náttúrulegt baðdekur

Hydréa London er umhverfisvæn húðumhirðulína sem sérhæfir sig í hönnun húðbursta og annarra dekurvara. Hárin í burstunum eru náttúruleg, svamparnir úr sjálfbærri uppsprettu, viðurinn FSC-vottaður og hanskarnir úr bambus. Hydréa London hlaut á þessu ári “Good Brand Award” fyrir umhverfisvitund og sjálfbærni af hinu virta tímariti Sublime. systrasamlagid.is

Fyrir útivistina

Matarsettið frá Light My Fire eru úr niðurbrjótanlegu plasti, unnið úr maís og sykurreyr og BPA frítt. Sterk og endingargóð vara sem þolir að fara í örbylgjuofn og uppþvottavél. Settið tekur lítið pláss í bakpokanum og poki fylgir til að geyma það í. fjallakofinn.is

Skapandi gjöf

Regnbogarnir litríku eru úr linditrjám (lime wood) og litaðir með eiturefnalausum lit. Það er mikilvægt að leikföng barna örvi ímyndunarafl og sköpunargleði. Regnboginn gefur barninu rými fyrir eigin hugmyndir og getur því verið allt í senn, brú, vagga, kúlubraut o.fl. Svo prýðir hann líka herbergið. bambus.is

Mjúki pakkinn

Farmers Market hefur ætíð lagt áherslu á náttúruleg hráefni og gæði í sinni hönnun. Þessi fallegi heilgalli á krílið er úr 100% merínó ull og tölurnar á gallanum eru úr lambshornum. Á vefsíðunni má finna fjölda gjafasetta fyrir alla aldurshópa sem öll koma í þessum fallega fjölnota gjafapoka. farmersmarket.is

Þessi grein er úr vetrarblaði Lifum Betur – í boði náttúrunnar 2021