Klaran og Tropic saman
Ný verslun
Það bætist alltaf við úrvalið af vistvænum vörum og verslunum. Í Bæjarlind 2, í Kópavogi, hafa nú nokkrar vefverslanir opnað eina sameiginlega búð og er Tropic og Klaran búin að koma sér fyrir á nýja staðnum.
Klaran.is sérhæfir sig í umhverfisvænum og plastlausum vörum. Þar fást meðal annars sokkar úr lífrænni bómull, margnota býflugnavaxumbúðir utan um mat, ýmis gjafavara og náttúruleg sápu- og hárstykki.
Tropic.is leggur áherslu á umhverfisvænan lífsstíl og er eina verslunin á landinu sem býður áskrift að bambus-tannburstunum. Þá er þar að finna fjölbreytt úrval af snyrtivörum, stálrör og fjölnota ferðaglös að ógleymdri lífrænni og sjálfbærri vegan-ofurfæðu.
klaran.is og tropic.is
Bæjarlind 2, Kópavogi
1 athugasemd