Grænar vörur – Heilsa og umhverfi

WE LOVE
Sólarvörn í pappaumbúðum

Senn fer sólin að kyssa okkur á kinn og þá borgar sig að velja sólarvörnina vel. We Love bjóða upp á umhverfisvæna sólarvörn og ekki spillir fyrir að umbúðirnar eru úr pappa sem er auðveldur í endurvinnslu. Sólarvörn úr kemískum efnum getur haft hormónatruflandi áhrif auk þess að vera skaðleg fyrir lífríki sjávar. We love sólarvörnina má setja á líkama og andlit á börnum og fullorðnum. Hún hentar öllum húðgerðum, hún er vatnsfráhrindandi, vegan og 100% úr náttúrulegum hráefnum! Auðvelt er að bera hana á húðina og hún nærir og mýkir um leið og hún verndar. Hún fæst í styrkleika SPF 20 og SPF 30 sem veitir 97% vörn fyrir geislum sólar.
mena.is

LIFESTREAM
Vottað lífrænt þörungakalk

Kalkskortur getur lýst sér í einbeitingarskorti, svefnörðugleikum, depurð, kvíða og þreytu, þurri húð og tannholdsrýrnun, sem teljast ekki góðir fylgifiskar. Lifestream Natural Calcium er vottað lífrænt þörungakalk sem unnið er úr sjálfbærum þörungum sem innihalda einnig holl steinefni, sem aðstoða við upptöku kalks. Læknar ráðleggja neyslu lífræns kalks  og rannsóknir sýna betri og meiri upptöku í bein af þörungakalki en öðru kalki. Hylkin eru lífræn og vegan og innihalda 100% hreina kalkþörunga, sem gefa 300 mg kalk í hverju hylki. Kalk er róandi fyrir taugarnar og stuðlar að værð og góðum svefni og er einnig nauðsynlegt fyrir tennur, bein og húð, það mýkir húðina og gerir hana fallegri og styrkir tannhold.

celsus.is

NO TOX LIFE
Uppþvottakubbur

Sápukubbar eru komnir til að vera enda bæði umhverfisvænir og hagkvæmir. Nýlega kom á markaðinn nýtt uppþvottasápustykki frá No Tox Life. Það kemur á óvart hvað það freyðir vel og er öflugt á erfiða bletti og fitu, og án þess að þurrka hendurnar. Svo er líka hægt að nota það til að ná blettum úr fötum og gólfteppum. Hvert stykki getur dugað í allt að sex mánuði fyrir einstakling sem handþvær allt sitt leirtau. Uppþvottastykkið er handgert og 100% vegan og inniheldur kókoshnetusápu, aloe og þykkni af suðuramerískum sápuberki og er alveg laust við pálmaolíu, súlfat og paraben.
mistur.is

EYLÍF
Liðkætandi bætiefni

Þegar farið er á skíði eða þegar vorið nálgast langar okkur út, ýmist til að hlaupa eða ganga á fjöll og þá er betra að hafa liðina í lagi. Active Joints bætiefnið frá Eylíf er unnið úr hreinum íslenskum náttúruafurðum úr sjó og af landi. Þetta liðkætandi bætiefni vinnur vel á aumum liðum og verndar beinin og styrkir bandvefi. En það eru ekki einungis liðirnir sem njóta góðs af heldur vinnur Active Joints gegn þreytu og orkuleysi. Um er að ræða andoxandi efni sem eflir varnir líkamans, auk þess sem það styrkir meltinguna. Þá eru ótalin einstaklega góð áhrif þess á húð og hár, sem bæði nærast og styrkjast. Active Joints Inniheldur 74 stein- og snefilefni, allt frá náttúrunnar hendi.
eylif.is

COMFORT ZONE
Umhverfisvænn æskuljómi

Æskuljóminn er eftirsóknarverður, ekki síst ef hann er umhverfisvænn þar að auki. Youth Serum úr Sacred Nature línunni frá [comfort zone] er létt en jafnframt mjög virkt serum. Það er rakagefandi og vinnur gegn ótímabærri öldrun. Ilmefnin eru 100% náttúruleg og 99,6% af innihaldsefnunum eru  náttúruleg. Umhverfisvæn hönnun tryggir að Sacred Nature línan er kolefnisneikvæð, sem felur í sér ræktun og vinnslu innihaldsefna, endurunna og sjálbæra íhluti eins og gler og málm og endurunninn pappír. Framleiðslan fer fram í kolefnishlutlausri verksmiðju, sem notar orku frá endurnýtanlegum auðlindum. Þá fer eitt prósent af söluhagnaði  til að fjármagna umhverfisverkefni og önnur félagslega sjálfbær verkefni.
bpro.is

LIFESTREAM
Heilbrigð melting

Bowel Biotics inniheldur ekki bara lífræn meltingarensím unnin úr ávöxtum heldur fimm tegundir acidophilus góðgerla, Inulin, husk trefjar og meltingarjurtir. það sem gerir vöruna ólíka annarri sambærilegri vöru er að þar vinna fimm ólíkir meltingarþættir saman. Meltingarensímin sem hjálpa að brjóta niður fæðuna og gagnast vel við uppþembu, verkjum og iðrabólgu auk þess að vera góð hjálp við brjóstsviða. Þá virka góðgerlar gegn sveppa-sýkingu og húðvandamálum. Ásamt því viðhalda kjörþyngd og gefa aukið þrek og orku. Bowels Biotics+ tryggir reglulegar þarmahreyfingar, það kemur á réttu sýrustigi í þörmum, eykur nýtingu næringarefna og vinnur gegn aukakílóum. Regluleg inntaka hefur jákvæð áhrif á heilsuna og styrkir ónæmiskerfið.
celsus.is

FILL ÍSLAND
Margnota er nútíðin

Það er óþarfi að menga heimilið eða náttúruna með óvistvænum hreinsiefnum. Fill-hreinsi- vörurnar uppfylla okkar kröfur um umhverfisvænar vörur og meira til. Þær innihalda engin skaðleg innihaldsefni, litarefni, eru lífbrjótanlegar, vegan og þrælvirka. Þær koma í fallegum glerílátum úr hertu, endurnýttu gleri, sem hægt er að fylla á á næsta sölustað.
fill.is

Klaran og Tropic saman
Ný verslun

Það bætist alltaf við úrvalið af vistvænum vörum og verslunum. Í Bæjarlind 2, í Kópavogi, hafa nú nokkrar vefverslanir opnað eina sameiginlega búð og er Tropic og Klaran búin að koma sér fyrir á nýja staðnum.

Klaran.is sérhæfir sig í umhverfisvænum og plastlausum vörum. Þar fást meðal annars sokkar úr lífrænni bómull, margnota býflugnavaxumbúðir utan um mat, ýmis gjafavara og náttúruleg sápu- og hárstykki.

Tropic.is leggur áherslu á umhverfisvænan lífsstíl og er eina verslunin á landinu sem býður áskrift að bambus-tannburstunum. Þá er þar að finna fjölbreytt úrval af snyrtivörum, stálrör og fjölnota ferðaglös að ógleymdri lífrænni og sjálfbærri vegan-ofurfæðu.

klaran.is og tropic.is
Bæjarlind 2, Kópavogi

Þessar kynningar eru úr vetrarblaði Lifum betur - Í boði náttúrunnar 2021

1 athugasemd

Lokað er fyrir athugasemdir