Nailberry -naglalakk
Algjörlega eiturefnalaust naglalakk hljómar of gott til að vera satt, en það er satt. Lakkið inniheldur ekkert formaldehýð eða resin, engin þalöt, paraben, dýraafurðir, alkóhól né önnur skaðleg efni. Nailberry framleiða þessi fallegu vegan naglalökk, sem eru vottuð af PETA sem „cruelty free“. Þau hleypa í gegn raka og súrefni, næra neglur og eru einstaklega smart. Þessi naglalökk henta öllum, meira að segja barnshafandi konum, börnum, flestum ofnæmispésum og tískudrottningum.
Sjá nánar á systrasamlagid.is
Nauðsynjavara – í ferðastærðum
Nú getur þú farið með snyrtitöskuna fulla af vistvænum vörum í næsta ferðalag. Vistvera selur handhægar nauðsynjavörur fyrir ferðalagið, sem eru allt í senn, léttar, vökvalausar og taka lítið pláss. Bambustannbursti ásamt tannburstaboxi, tannkremstöflur sem hægt er að kaupa eftir vigt og setja í litla fallega álkrukku. Hársápustykki og hárnæringarstykki má koma fyrir í sápupoka eða álboxi. Lífrænu kremkubbarnir eru svo fullkomnir til að bera á sig eftir baðferðina. Svo má auðvitað taka þetta allt í handfarangur án vandræða.
Sjá nánar hjá Vistveru.
LOVE SMOOTH – sjampó
Sjálfbær fegurð eru einkunnarorð framleiðenda Love Smooth sjampósins, sem er án súlfata og parabena og með LifeGate Zero Impact vottun. Í sjampóið er notuð ólívuolía frá Slow Food Presidia býlinu, sem staðsett er í hinu svokallaða „græna hjarta“ Sikileyjar, en olían er sérstaklega mýkjandi og nærandi. Mælt er með þessu sjámpói fyrir gróft og úfið hár, og ilmurinn eftir hárþvottinn mun ekki svíkja neinn.
Fæst á hárgreiðslustofum bpro.is
Modibodi –túrnærbuxur
Umhverfisvænar túrnærbuxur sem eru ekki aðeins þægilegar heldur ódýrari valkostur þegar til lengri tíma er litið. Modibodi-túrnærbuxurnar eru frábær lausn á blæðingum og við minniháttar þvagleka. Buxurnar eru úr bambus úr sjálfbærri ræktun. Millilagið er tækniefni sem dregur í sig raka og heldur án þess að það leki í gegn, en mjúk og rakadræg merino-ull er næst kynfærunum. Þú getur valið um mismikla rakadrægni eftir því hvernig þínar blæðingar eru. Buxurnar koma í fjölbreyttum sniðum, svo við ættum allar að geta fundið buxur við hæfi.
Sjá nánar á Modibodi.is
Daily UV Face Mousse -andlitskrem
Rakakrem með sólarvarnarstuðli 30, sem er algjör draumur í dós. Í því eru engin ilmefni, nanóöreindir, paraben eða hormónatruflandi efni. Það er þróað sérstaklega fyrir viðkvæma húð eða húðsjúkdóma eins og skjallbletti, rósroða, sólarexem, sólarofnæmi o.fl. Kremið má nota daglega en það inniheldur hyaluronic acid, kollagen, silkextrakt ásamt C og Evítamíni, sem byggja upp húðina. Til að toppa allt þetta þá fékk kremið alþjóðleg verðlaun 2018 sem besta andlitskremið í sínum flokki.
Fæst hjá Grænni heilsu
Bee’s Wrap -samlokuörk
Náttúrulegar og sjálfbærar umbúðir fyrir mat sem byggja á gamalli aðferð þar sem bómullardúkur er þakinn með býflugnavaxi til að vernda matvæli. Bee’s Wrap hefur þróað og betrumbætt þessa aðferð, og býður upp á margar stærðir og gerðir, sem er frábær kostur í stað plastfilmu. Varan inniheldur lífræna bómull, býflugnavax, jojobaolíu og trjákvoðu, en þessi efni gera örkina meðfærilega og innihalda efni sem eru sótthreinsandi í eðli sínu. Ylurinn í lófanum er notaður til að mýkja örkina en þegar hún kólnar heldur hún lögun sinni. Örkina má síðan þvo og nota aftur og aftur.
Sjá nánar hjá Mistur.