Ég skellti þessu öllu í matvinnsluvélina og blandaði þangað til ég fékk þá áferð sem ég vildi. Ég varð að bæta smávegis af vatni útí því ég vil ekki hafa hummusinn minn of þykkan. Það er best að smakka til og prófa sig áfram.
Það má bæta kryddi í hummusinn ef maður vill. Mér finnst mjög gott að setja nokkra dropa af tabasco sósu eða örlítið af reyktu paprikukryddi.