Aðferð
1. Sojabitarnir eru látnir liggja í bleyti í potti ásamt 3 dl af vatni og jurtakraftinum. Látið sjóða í 15 mín.
2. Olían er hituð á pönnu og laukurinn steiktur. Sojabitunum er bætt út í, og blandað vel saman. Síðan er flysjuðu tómötunum bætt við, maukuðu tómötunum, kryddinu, graskryddinu og sykrinum. Allt hrært vel saman og látið malla í 20 mín. til viðbótar við vægan hita.
3. Borið fram heitt.