ÞAÐ ER NOKKUÐ SEM ÖLLUM UMHUGAÐ UM JÖRÐINA ÆTTU AÐ VITA UM FYRIRTÆKIN Á LISTANUM HÉR FYRIR NEÐAN:
M A T U R / V E T I N G A R
BÚRIÐ, ostaverslun, Grandagarði 35 (ATH ný staðsetning) – 10%
BÆNDUR Í BÆNUM, lífræn matvara, Nethil 2 (Græni hlekkurinn) – 10%
KRÚSKA, hollur og bragðgóður matur, Suðurlandsbraut 12 – 10%
SYSTRASAMLAGIÐ, boost, kaffi og góðgæti, við Seltjarnarneslaug– 10%
LOFT, farfuglaheimili, bar, kaffihús, Bankastræti 7- 10%
S N Y R T I N G / H Á R
SÓLEY ORGANICS, lífrænar snyrtivörur , Bæjahraun 10, HafnafIrði – 15%
FEIMA, klipping og umhverfisvænar hársnyrtivörur, Óðinsgata 7 – 10%
DITTO/YOGASMIÐJAN, andlegar og náttúrulegar vörur, Smiðjuvegi 4 – 20%
H E I L S A
JURTAAPÓTEKIÐ, bætiefni og jurtir, Skipholt 33 (ATH ný staðsetning) – 10%
GÓÐ HEILSA, Swanson vítamín og bætiefni, Njálsgata 1 – 14%
ORGANICNORTH.IS (vefverslun), heilsu vörur – 10%
F Ö T / F Y L G I H L U T I R
INDISKA, föt, fylgihlutir og heimili, Kringlunni– 10%
SPAKSMANNSSPJARIR, Föt, Bankastræti 11 (afsláttur gengur uppí viðgerðir og breytingar en ef hann er ekki nýttur þá er andvirðið greitt út um áramót) – 10%
GLORÍA, JET KORINE fatalínan, Laugavegi 37 – 10%
FLÓRA, Náttúruvæn allrahanda verslun, Hafnastræti 90, Akureyri – 10%
R Æ K T U N
GARÐHEIMAR, blóm og garðyrkja, Stekkjabakka 6 – 10%
LITLA GARÐBÚÐIN, fræ og garðáhöld, Höfðabakki 3 – 12%
H E I M I L I / Ý M I S L E G T
RADÍSA.IS (vefverslun), leikföng, heimili, föt ofl. náttúruvænt– 15%
1. Þau eru öll Í LIÐI MEÐ NÁTTÚRUNNI og leggja sitt af mörkum til umhverfismála, samfélagsábyrgðar, betri heilsu og/eða sjálfbærni.
2. Þau eru einnig tilbúin að veita þeim AFSLÁTT sem eru eða vilja vera í “græna liðinu” og styðja við slík málefni.
3. Þau eru öll tilbúin að vinna með okkur að því að skapa vettvang sem hefur það að markmiði að hvetja til meðvitaðari INNKAUPA.
> JÁ TAKK – ÉG ER MEÐ <
Smelltu til að fara á skráningasíðuna
ER ÞETTA ENN EITT AFSLÁTTARKORTIÐ?
Við hjá Í boði náttúrunnar spurðum okkur að þessarri spurningu þegar hugmyndin að kortinu var að þróast enda finnst okkur ekkert leiðinlegra en að apa eftir öðrum og finna ekki tilgang með því sem við gerum. Í upphafi var kortið eingöngu hugsað sem græn fríðindi fyrir áskrifendur okkar en eftir því sem hugmyndin fékk að þroskast þá varð okkur ljóst að fyrsta kortið er vonandi aðeins byrjunin á einhverju enn stærra og mikilvægara!
Græna fríðindakortið á að auðvelda fólki að finna umhverfis- og heilsuvænar vörur og verslanir og afslátturinn er hvati til að versla við slík fyrirtæki. Einnig vonum við að kortið verði mikilvægur hlekkur í því að auka umhverfisvitund Íslendinga og að við tökum meiri þátt í að bæta ástandið á jörðinni sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á.
Við viljum vekja athygli á þeim fyrirtækjum sem eru að sinna þessum málefnum, bæði fyrir hin almenna neytenda og vonandi einnig sem innblástur fyrir önnur fyrirtæki. Með Græna fríðindakortinu er nú hægt að ganga í lið með náttúrunni og SPARA Í LEIÐINNI! Þannig græða allir!
EN ÞAÐ ER SVO DÝRT AÐ VERA UMHVERFISVÆNN, LÍFRÆNN, FAIRTRAID OG ALLT ÞAÐ!
Já það má vera að það sé eitthvað dýrara í krónum talið að versla hjá sérhæfðum verslunum sem oft á tíðum eru reknar af einstaklingum með hugsjón og einlægan áhuga á sjálfbærni, íslensku hráefni, heilsu og selja oft á tíðum vörur sem hægt er að treysta að ekki sé verið að níðast á náttúru eða fólki í framleiðsluferlinu. En þessar verslanir eru gríðalega mikilvægar í stóra samhenginu, ekki bara fyrir náttúruna heldur einnig fyrir samfélagið og heilsuna okkar og annarra í kringum okkur þegar litið er til lengri tíma. Græna fríðindakortið kemur til móts við þá sem nú þegar versla við slíkar verslanir sem og þá sem hafa áhuga en hafa talið sér trú um að það sé of dýrt. Með 10-20% afslætti af vörum og þjónustu er hægt að lækka útgjöldin á sama tíma og stutt er við mikilvægt málefni.
AF HVERJU ÞARF AÐ KAUPA KORTIÐ?
Af hverju 3000 kr.?
FYRIR ÞIG: Þú færð 10-20% afslátt hjá fjölmörgum umhverfismeðvituðum fyrirtækjum (fleiri bætast við hópinn jafnt og þétt). Þú getur auðveldlega sparað þér 6.000 kr. á einni flík í einni af fataverslununum, fyrir utan allt hitt.
FYRIR NÁTTÚRUNA: Það þarf pening til að geta haldið slíku hugsjónastarfi gangandi og er meðlimagjaldið eina innkoman sem þetta verkefni hefur. Fyrirtækin eru flest smá og viljum við ekki rukka þau enda tilgangurinn að fá sem flest í lið með okkur svo við getum vakið athygli á sem flestum umhverfismeðvituðum fyrirtækjum og korthafi njóti fríðinda sem víðast. Allur ágóðinn rennur því til áframhaldandi starfs í þágu okkar allra.
FÁ ÁSKRIFENDUR Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR EINHVERN AFSLÁTT?
JÁ áskrifendur tímaritsins fá Græna fríðindakortið á 50% afslætti eða á 1500 kr.
En þeir sem kaupa kortið + áskrift (1.570 kr. hvert blað í stað 1.950 út í búð) fá einnig 50% afslátt af fríðindakortinu. það má ekki gleyma því að með því að kaupa tímaritið okkar sem kemur út þrisvar á ári ertu einnig að styðja við útbreiðslu á vönduðu og fróðlegu efni sem tengist náttúrunni á fjölbreyttan hátt. Með aukinni þekkingu eflum við skilning og áhuga fólks á að njóta náttúrunnar og nýta á heilbrigðan og fallegan máta. Þessi boðskapur á við alla, alltaf!
EKKI BÍÐA TAKTU AF SKARIÐ STRAX!
Ef þú vilt styðja gott málefni með því að spara þá er rétti tíminn að gera það NÚNA! Því fyrr sem þú færð þér kortið því meira munt þú spara.
Ef þú kaupir kortið fyrir 15. júní þá ferðu í pott og átt möguleika að vinna einstaka HEILSUHELGI með Mörthu Erstdóttur sem er sannkallað dekur fyrir líkama og sál. Sjá nánar um heilsuhelgar Mörthu í nýjasta tölublaði Í boði náttúrunnar.
> JÁ TAKK – SENDU MÉR KORTIÐ <
Smelltu til að fara á skráningasíðuna