LÍTUM UM ÖXL

Þegar horft er frammá nýtt ár og línurnar lagðar fyrir verkefnin sem framundan eru, þá er gríðalega hollt að líta yfir gamla árið fyrst og fara yfir allt það sem við afrekuðum og klappa okkur á bakið þar sem vel tókst til og skoða hvað við getum gert betur.

Ég mæli með þessu hvort sem maður er í fyrirtækjarekstri, starfsmaður eða jafnvel foreldri og spyrja sig svo hvernig vill maður að nýja árið líti út – GETUM VIÐ GERT BETUR?

Í ritstýru pistli mínum í jólablaðinu þá sagði ég frá því að framundan væri naflaskoðun hjá Í boði náttúrunnar. Fyrirtækið er orðið fimm ára og gefur ekki bara út tímarit heldur framleiðir einnig ferðabæklinga, vörur og stendur fyrir viðburðum. Tímaritið var stofnað í kringum brennandi áhuga minn og aðdáun á íslenskri náttúru, sjálbærni, heilbrigði, umhverfismálum og var miðillinn hinn fullkomni vettvangur fyrir öll mín áhugamál. Ég krossaði svo fingur að fleiri sýndu þessu hugðar efnum mínum áhuga. Ég er afar þakklát þeim viðtökum sem blaðið hefur fengið enda hefur það gert mér kleift að vinna við það sem ég elska.

Á þessum tíma sem liðinn er hef ég þó gert mér betur grein fyrir því að það sem byrjaði af einskærri sjálfesku, eins og ég segi stundum í gríni, hefur heilmikla þýðingu í stóra samhenginu, bæði fyrir velferð fólks og náttúru. Þessi staðreynd hefur aukið áhuga minn á því að taka enn fleiri og stærri skref í átt að grænni og heilbrigðari lífstíl sem endurspeglast vonandi í okkar verkefnavali og þróun. Ég krossa svo fingur (aftur) og vona að lesendur okkar fylgi okkur á þeirri vegferð. Um leið höldum við áfram að færa ykkur innblástur og hugmyndir í átt að markmiði okkar, sem er að – „lifa betur – og hafa gaman að því í leiðinni“.

LITIÐ UM ÖXL – 2015

1

JANÚAR 2015

 • Græna fríðindakortið kom út í annað sinn og enn bættust við „græn“ fyrirtæki eru nú um 35 fyrirtæki með okkur í þessu áhugaverða verkefni sem er enn í mótun og viljum við taka það mun lengra. Markmið okkar er að gera heilbrigðan og grænan lífstíl hagkvæmari, auk þess að vekja athygli á fyrirtækjum og vörum sem eru til fyrirmyndar á þessu sviði.

FEBRÚAR 2015

 • Vetrar blað ÍBN
 • Hugleiðsluhátíðin Friðsæld í febrúar stækkaði um helming frá árinu áður og voru fríar hugleiðslur og núvitundar viðburðir um allt land og yfir áttatíu viðburðir á einni viku. Við erum sannfærð um að þetta hjóti að vera heimsmet! Næsta Friðsæld er nú í undirbúningi og verðu haldin vikuna 7 – 14 febrúar 1016.

MAÍ 2015

 • NÝTT: HandPicked Iceland bæklingarnir komu út hvert sumar og nú sendum við áskrifendum þá í skemmtilegu og ferðavænu umslagi enda vorum við farinn að heyra af fleiri og fleiri Íslendingum sem væru farnir að nota bæklingana okkar á ferðalaginu um landið.
 • JÚNÍ 2015
 • Sumar blað ÍBN
 • NÝTT: Fyrsta ferðahandbókin okkar kom út í júní. HandPicked REYKJAVÍK – by Gigi and friends (Gigi er erlenda gælunafnið mitt!). Bókin er með skemmtilega myndskreyttu korti og fróðleiksmolum um Reykjavík ásamt ljósmyndum og texta um okkar uppáhaldsstaði. Aftast í bókinni eru svo síður fyrir ferðalangann að skrifa niður sína uppáhalds staði sem gerir bókina sérstaklega hagnýta og eigulega.

ÁGÚST 2015

 • NÝTT: Í boði náttúrunnar hóf trjárækt í sumar og plantar hér með einu tré fyrir hvern áskrifanda að blaðinu í fallegan lund í Heiðmörk. Við áttum yndisleg stund með vinum, fjölskyldumeðlimum og áskrifendum.
 • Í boði náttúrunnar fékk flotta umfjöllun á útvarpstöð Monocle, í þættinum The Stack, sem fjallar um sjálfstæðar tímaritaútgáfur.

SEPTEMBER 2015

 • NÝTT: Ég fór hringinn í kringum landið á Runólfi Rauða (fornaldar húsbíll sem prýðir sumar forsíðuna) og heimsótti handvöldu staðina á ferðakortunum okkar (HandPicked Iceland) og uppgötvaði nýja og frábæra staði í leiðinni sem ég mun bæta á ferðakortin fyrir næsta sumar.

OKTÓBER 2015

 • NÝTT: Byrjuðum á samstarfi við SKE sem er frítt viðburðablað sem kemur út vikulega, þar sem við fáum eina síðu til að koma viðburðum í anda ÍBN á framfæri. En viðburðasíðan okkar á netinu er orðin staðurinn til að leita að áhugaverðum viðburðum sem tengjast, heilsu, jóga, og öðrum viðburðum sem okkur finnst vera við hæfi. (www.ibn.is/vidburdir)
 • NÝTT: Ég og Dagný, vefstýra íbn.is, fórum á fyrstu tímaritaráðstefnuna okkar í London– The Modern Magazine, og tókum með okkur heim fullt af innblæstri og hugmyndum sem við erum enn að vinna úr og melta.

NÓVEMBER 2015

 • Jólablað ÍBN
 • NÝTT: Dagatal ÍBN 2016 kom út í fyrsta sinn og fengum við einn af okkar uppáhaldsmyndskreyturum, Elísabetu Brynhildardóttur, til að myndskreyta það með fallegum náttúrutengdum teikningum.
 • NÝTT: GRÆN JÓL – eða græna jólahandbókin var gefin út í fyrsta sinn þar sem við hvetjum alla til að hugsa áður en þeir skilja við peningana sína og nýta valdið sem hver og einn hefur til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið.

2

2016

Framhald í öðrum pistli

Guðbjörg


 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.