Eflaust eru margir að huga að því að koma af stað eða viðhalda góðri og heilsusamlegri rútínu á þessum tíma árs. Við völdum fyrir nýútkomna vetrarblað Í boði náttúrunnar nokkrar vandaðar umhverfisvænar vörur sem tilvaldar eru til að hafa með sér og nota í heilsuræktinni.
Vita Juwel
-vatnsbrúsi
Þessar einstöku vatnsflöskur eru afrakstur samstarfs vísindamanna og glerlistamanna í þýsku ölpunum. Þær eru gerðar úr blýlausu gleri og hlaðnar jákvæðum kristöllum. Kristallar eru sagðir hafa jákvæð áhrif á orku vatns og eru vatnsflöskurnar því fullkomnar til að taka með sér inn í daginn, sem og í heilsuræktina. Flöskurnar innihalda mismunandi kristalla og kristallablöndur. Rósakvars er sagður styrkja hjartastöð, ametyst örva hugann og hreinn kristall færa skýrleika. Hægt er að nota flöskurnar undir bæði heitan og kaldan vökva.
Fæst í Systrasamlaginu
Verð frá: 9.500 kr
LVR
-jógabuxur
Lífrænu mjúku og ótrúlega þægilegu LVR jógabuxurnar er hægt að nota fyrir næstum hvaða tilefni sem er; í jógatímann, ræktina, göngutúrinn og bara hversdags. Við getum lofað þér að eftir að þú ferð í þær munt þú aldrei vilja fara úr þeim! Buxurnar eru handsaumaðar í Los Angeles og gefur LVR hluta af tekjum sínum til björgunarstöðva fyrir villt dýr í Guatemala. Jógabuxurnar fást í alls konar litum og mynstri.
Verð: 10.900 kr
Dr. Bronner’s
-Sápa
Fjölskyldufyrirtækið Dr. Bronner’s hefur framleitt náttúrulegar sápur í fimm ættliði. Fljótandi sápan þeirra er gerð úr lífrænum olíum án viðbættra aukaefna, sem er bæði góð fyrir þig og sjávarlífríkið. Sápuna er hægt að nota fyrir næstum allt, í hárið, á líkamann og andlitið, svo tilvalið er að taka hana með sér í ræktina. Þú getur meira að segja notað hana til að þvo ræktarfötin eftir á. Upplagt er að kaupa stóran brúsa og fylla svo á minna ílát.
Fæst í: Mamma veit best
Verð: frá 1.952 kr
Ohm
–Svitalyktareyðir
Leitin að góðum svitalyktareyði án skaðlegra efna getur reynst erfið. Þessi náttúrulegi svitalyktareyðir er laus við ál og önnur skaðleg efni og virkar með því að gera svitann basískan. Hann er því einn öruggasti og áhrifaríkasti svitalyktareyðirinn á markaðnum. Ohm endist í allt að 24 tíma, kemur í veg fyrir vonda lykt og setur ekki bletti í föt! Hann er vegan og hentugur fyrir bæði konur og karla.
Fæst í MixMix Reykjavík
Verð: 3.790 kr
Toms
–skór
Margir kannast við Toms-skó en fyrirtækið er byggt á “one for one” sem þýðir að þegar þú kaupir þér Toms-skópar þá gefur Toms barni í neyð skópar. Fyrirtækið hefur gefið börnum skó í yfir 70 löndum. Skórnir koma í mismunandi litum og mynstri og eru klassísku Toms-skórnir byggðir á hefðbundnum argentískum “Alpargatas” skóm. Toms eru endingagóðir, þægilegir að ganga í og auðveldir að fara í og úr.
Verð frá 6.950
Hör
-handklæði
Kostir hörhandklæða eru ótal margir: þau hrinda burt óhreinindum, blettum og lykt, verða mýkri með aldri og notkun, eru þynnri en draga í sig 20x meiri vökva en hefðbundin handklæði. Þau eru því fullkomin til að hafa með sér í sund eða heilsuræktina þar sem þau taka lítið pláss í töskunni og eru fljót að þorna. Þessi fallegu handklæði eru ofin með vöfflumynstri og lífga einnig upp á baðherbergið.
Fæst í MixMix Reykjavík
Verð frá: 2.390 – 5.290 kr
Umsjón: Ásta Karen Ágústsdóttir