Teygjanleiki húðar
„Collagen Skin inniheldur íslenskt kollagen og íslenska sæþörunga sem eru lífrænt ræktaðir í Breiðafirðinum, og eru ríkir af C-vítamínum. Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans og stuðlar að því að húðin haldist ungleg. Eftir tuttugu og fimm ára aldurinn minnkar kollagenframleiðsla líkamans og þá er gott að taka það sérstaklega inn. Sæþörungarnir eru auðugir af steinefnum, trefjum og joði. Með því að taka inn hylki er hægt að viðhalda teygjanleika húðarinnar,“ bendir Katrín á.
Önnur vara frá ICEHERBS sem Katrín mælir með fyrir húðina heitir einfaldlega Húð, hár & neglur. „Það er þarablandan okkar. Þari er gríðarlega hreinsandi afurð og oft kallaður ofurfæða hafsins. Hann hefur hreinsandi eiginleika fyrir líkamann og er talinn hafa góð og nærandi áhrif á hár, húð og neglur. Þarinn er líka stútfullur af steinefnum, trefjum og joði. Mér finnst þetta meiriháttar góð vara og finn að hún gerir mikið fyrir mína húð,“ segir Katrín.