Hreinar vörur hjá ICEHERBS

katrín framkvæmdastjóri iceherbs

ICEHERBS + LIFUM BETUR

Texti Sigríður Inga Sigurðardóttir

Katrín Amni Friðriksdóttir er framkvæmdastjóri ICEHERBS. Hún lærði hagfræði en heillaðist af hreinum afurðum, mætti lækningajurta og kraftinum úr íslenskri náttúru og þeim góðu áhrifum sem þetta getur haft á heilsuna, og þá varð ekki aftur snúið.

Saga

ICEHERBS, sem er séríslenskt fyrirtæki, þróar og framleiðir bætiefni, mixtúrur og varasalva úr íslenskum, náttúrulegum hráefnum. „Við hjá ICEHERBS viljum að formúlurnar okkar séu með hámarksvirkni, sem skilar sér í betri heilsu viðskiptavina okkar og eykur lífsgæði þeirra og vellíðan. Vörunar eru tandurhreinar, og í þeim eru engin óþörf uppfylliefni né aukaefni. Við erum með þónokkuð breiða vörulínu, þar á meðal þrjár vörur sem eru ótrúlega öflugar fyrir húðina,“ segir Katrín.

Engar fleiri frumubreytingar

„Ég hóf störf hjá ICEHERBS fyrir fimm árum sem ráðgjafi á vegum ráðgjafafyrirtækisins míns, Kamni ehf. og er nú orðin helmingseigandi. Um árabil hef ég haft áhuga á heilsusamlegum lífsstíl og hreinum vörum. Sjálf hef ég góða reynslu af því að nota náttúruleg bætiefni til að viðhalda góðri heilsu,“ segir Katrín. „Fyrir fjórtán árum var ég t.d. síendurtekið með frumubreytingar, sem varð til þess að ég sökkti mér ofan í allt sem viðkom mætti bætiefna. Ég  var fljót að falla fyrir náttúrulegum bætiefnum og afurðum, í raun mætti náttúrunnar. Þarna fann ég samsetningu af náttúrulegum bætiefnum og vítamínum, sem ég tók svo inn daglega um langt skeið og hef ég ekki fengið frumubreytingar í mörg ár. Það er auðvitað erfitt að sanna virkni náttúrulegra bætiefna og jurta þar sem klínískar rannsóknir eru ekki gerðar á slíkum efnum, en ég hef óbilandi trú á mætti þeirra. Þetta er mín saga og ég trúi því að þetta hafi hjálpað mér,“ segir hún.

iceherbs húð hár og neglur
Þari er oft kallaður ofurfæða hafsins. Hann er stútfullur af steinefnum, trefjum og joði
iceherbs collagen skin
Collagen skin inniheldur íslenskt kollagen og íslenska sæþörunga sem eru lífrænt ræktaðir í Breiðafirði
iceherbs astaxanthin
Antaxanthin er eitt öflugasta andoxunarefni sem fyrirfinnst. Það er framleitt í íslenskri þörungaverksmiðju

Við hjá ICEHERBS viljum að formúlurnar okkar séu með hámarksvirkni, sem skilar sér í betri heilsu viðskiptavina okkar og eykur lífsgæði þeirra og vellíðan. Vörunar eru tandurhreinar, og í þeim eru engin óþörf uppfylliefni né aukaefni

iceherbs

Teygjanleiki húðar

„Collagen Skin inniheldur íslenskt kollagen og íslenska sæþörunga sem eru lífrænt ræktaðir í Breiðafirðinum, og eru ríkir af C-vítamínum. Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans og stuðlar að því að húðin haldist ungleg. Eftir tuttugu og fimm ára aldurinn minnkar kollagenframleiðsla líkamans og þá er gott að taka það sérstaklega inn. Sæþörungarnir eru auðugir af steinefnum, trefjum og joði. Með því að taka inn hylki er hægt að viðhalda teygjanleika húðarinnar,“ bendir Katrín á.

Önnur vara frá ICEHERBS sem Katrín mælir með fyrir húðina heitir einfaldlega Húð, hár & neglur. „Það er þarablandan okkar. Þari er gríðarlega hreinsandi afurð og oft kallaður ofurfæða hafsins. Hann hefur hreinsandi eiginleika fyrir líkamann og er talinn hafa góð og nærandi áhrif á hár, húð og neglur. Þarinn er líka stútfullur af steinefnum, trefjum og joði. Mér finnst þetta meiriháttar góð vara og finn að hún gerir mikið fyrir mína húð,“ segir Katrín.

Verndun fyrir sólinni

Nú þegar sumarið er á næsta leyti vilja margir njóta þess að vera í sólinni. Katrín segir að gott sé að taka inn Antaxanthin. „Það er algjört töfraefni og er framleitt á Reykjanesi, í íslenskri þörungaverksmiðju. Það er eitt öflugasta andoxunarefni sem fyrirfinnst og er talið hafa mjög góð áhrif á líkamann, liðina og endurheimt eftir æfingar. Antaxanthin er talið geta verndað húðina fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar og getur dregið úr öldrunareinkennum  húðarinnar. Það er líka fyrir þá sem vilja fá smá sólkysstar kinnar, húðin fær lit og  heldur honum lengur en ella,“ segir Katrín og bætir við að Antaxanthin geti komið í veg fyrir sólbruna. „Ég var lengi vel með sólarexem en eftir að ég byrjaði að taka það inn hef ég ekki fundið fyrir því, og ekki heldur brunnið í sólinni,“ segir Katrín að lokum.

Þessi grein er úr vorblaði Lifum betur – í boði náttúrunnar 2021