Árið 1978 stofnaði Auðun Óskarsson fyrirtækið Trefjar í Hafnarfirði og hóf framleiðslu á smábátum og síðar heitum pottum sem hafa notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum. Fyrir utan lúxusinn að hafa aðgang að heitum potti þá er áhugavert að kafa aðeins ofan í áhrifin sem pottaferðin hefur á andlega og líkamlega heilsu.
Sálfræðingurinn í pottinum!
Samvera er það sem gerir pottaferðina svo dýrmæta. Þar hittist fólk og spjallar saman um heima og geima án sjónvarps, síma eða tölvu. Það losnar oft um málbeinið í heita vatninu og getur því pottaferðin jafnast á við tíma hjá sálfræðingi. Í innslagi frá BBC nýverið vildu þáttastjórnendur meina að lykillinn að hamingju Íslendinga væri heita vatnið og hvað við eyddum miklum tíma í laugum og heitum pottum.
En hvað með heilsuna?
Heitt vatn hefur löngum verið tengt við vellíðan. Það er verkjastillandi, vöðvaslakandi, eykur blóðflæðið og súrefnið í blóðinu og lækkar blóðþrýsting. Heita vatnið í pottinum hefur þar af leiðandi góð áhrif á hjartað, svefninn og minnkar stress og streitu. Einnig hefur útiveran í hvaða veðri sem er, og að anda að sér súrefni, góð áhrif á líðan okkar.
Getum við gert pottaferðina enn heilsusamlegri?
Það er orðið vinsælt að láta sig fljóta og Trefjar selja m.a. Flothettuna sem er íslensk hönnun og gerir fólki kleift að fljóta í pottinum og upplifa djúpslökun og þyngdarleysið losar enn betur um andlega og tilfinningalega streitu. Trefjar eru með nokkra heita potta sem eru nógu stórir til að hægt sé að fljóta í þeim.
Góð áhrif víxlbaða á ónæmiskerfið eru margsönnuð og eru Trefjar með litla kalda potta á teikniborðinu. Einnig geta þeir sem eru með hitaveitupotta prófað sig áfram með þaraduft, sölt og ilmkjarnaolíur, sem smjúga inn í húðina með tilheyrandi vellíðan.
En af hverju heitir pottar frá Trefjum?
Árið 1988 hófu Trefjar að framleiða heita potta og hefur sú framleiðsla verið í stöðugri þróun. Þar sem um er að ræða íslenska gæðaframleiðslu þá er öll þjónusta við viðskiptavininn meiri og hægt að sérhanna pottinn fyrir hvern og einn. Hvort sem viðkomandi vill rafmagns- eða hitaveitupott, vatnsnudd eða lýsingu.
Hægt er að velja liti og áferð eins og granít eða marmara og velja úr margvíslegri lögun og stærð. Ytra lagið er úr akrýl og það innra úr trefjaplasti, sem gerir þá einstaklega sterka og því þarf ekki að smíða sérstaka grind utan um pottinn sem sparar bæði tíma og pening. Utan um pottana frá Trefjum er hitaeinangrun og því verður lítið varmatap, sem minnkar hitavatnsnotkunina.
Pottarnir þola sólarljósið einstaklega vel og upplitast ekki, enda hafa sundlaugar og orlofshús um allt land notað potta frá Trefjum í gegnum tíðina en akrýlið auðveldar einnig öll þrif.
Þeir eru hannaðir á þann hátt að rigningarvatn safnast ekki í sætum og á öðrum stöðum, sem getur frosið í yfir veturinn heldur tæma þeir sig alveg. Enda segjast systkinin leggja mikið upp úr því að hafa hönnunina mínímalíska upp á þrif, viðhald og endingu.
Einnig má nefna að verið er að þróa app svo hægt sé að láta renna í pottinn þegar fjölskyldan er að heiman. Þá er hann tilbúinn þegar komið er heim af skíðum eða þegar upp í bústað er komið seint á föstudegi og hægt er þá að fara beint í pottinn.
Hver er vinsælasti potturinn?
Blómaskel hefur verið mjög vinsæll þar sem hann er ferkantaður að utan og praktískur á margan hátt. Hann hefur verið mest seldi potturinn frá því framleiðsla hans hófst. Hins vegar verða stærri pottar sífellt vinsælli, t.d. Unaðsskelin sem hefur verið mest tekin upp á síðkastið.
Við Íslendingar höfum lengi verið iðnir að sækja heita potta, hvort sem er í sundlaugunum, úti í garði eða uppi í sumarbústað. Mikil aukning var á sölu heitra potta á tímum kórónuveirunnar og má m.a. rekja það til lokunar sundlauga og að fólk gerði vel við sig heima í stað utanlandsferðanna.
Innslag frá BBC
https://www.ruv.is/frett/2020/07/23/liggur-hamingjan-i-heita-pottinum