Fljótandi hugleiðsla

Flothetta

„Einn af ávinningum flotsins er að það dregur úr skaðlegum þáttum streituhormóna en ennþá betra er að við það að fljóta skapast rými fyrir innri líffæri okkar til að nýta hormón á borð við endorfín sem er hamingjuhormónið og beta-endorfín sem er hormón sem dregur úr sársauka og verkjum.“

Vísindamenn hafa tengt jákvæðar niðurstöður af floti beint þeta (theta) heilabylgjunum en það er hið ómótstæðilega notalega ástand sem skapast rétt áður en við svífum inn í svefninn. Þegar alger ró færist yfir. Við getum líka þekkt þessa tilfinningu milli svefns og vöku á því að stundum kippist fólk við sem stafar að öllum líkindum af því að ákveðinn spennuþröskuldur rofnar. Þeta heilabylgjur merkja samkvæmt mælingum að lítil rafvirkni er í heila. Það sem er þó öllu forvitnilegra er að þeta heilabylgjur mælast gjarnan í vökuástandi munka sem eiga margra ára hugleiðsluþjálfun að baki. Í þeta ástandi er líkt og við öðlumst skýra mynd af ölllu í kringum okkur og áreynslulaus skipulagsvinna getur átt sér stað. Við það að leyfa sér að fljóta reglulega má því segja að undirvitundin fljóti upp á yfirborið og nýtist okkur í daglega lífi.

Ein af stærstu gjöfum flotsins er að þú getur náð stöðugu þeta ástandi á skömmum tíma. Það er því mjög líklegt að flot nýtist sérlega vel þeim sem eru í skapandi vinnu, t.d. eins og hönnuðum, rithöfundum, myndlistarmönnum, tónlistarmönnum, arkitektum og öðrum sem þurfa að tengja hugmyndir raunveruleikanum.

Aðrar rannsóknir (Rannsókn National Institute for Mental Health, University of Colorado) styðja að flot getur stuðlað að samþættingu milli hægra og vinstra heilahvels. Vinstra heilahvelið, sem er almennt ríkjandi í okkar lífi er praktískt og sundurgreinandi en það hægra skapandi og samþættandi, og jafnvel fært um að sjá sýnir fram í tímann. Flot jafnar flæðið og getur jafnvel eflt hugmyndaflæði og flýtt fyrir lausnum.

Háskólinn kenndur við bresku Kolumbíu í Vancouver hefur framkvæmt rannsóknir á tengslum íþróttaiðkunnar og flots. Geta körfuboltamanna var mæld fyrir og eftir flot. Og niðurstöðurnar voru að flotið hafði mælanleg jákvæð áhrif á frammistöðu íþróttamannanna. Heilinn er nefnilega merkilegt fyrirbæri sem er fær um að framkalla flóknar en skýrar myndir sem við sjáum fyrir okkur. Framkvæmdir verða fyrst til í huganum og slóðin að þeim kallast náttúruleg endurgjöf. Þannig hefur íþróttafólk í heimsklassa, maður eins og Carl Lewis, notfært sér flot til að framkalla myndir fyrir hugskotssjónum sér sem hann fylgdi svo eftir við íþróttaiðkun sína. Það er talið eitt að lykilatriðum þess að hann varð einn besti íþróttamaður allra tíma. Það að fljóta var hans galdur.

Árangur flots má auðveldlega útskýra með einföldu og mælanlegu taugalífeðlisfræðilegu fyrirbæri. Við upphaf lífsins þegar það var markmið manneskjunnar að lifa af þurfti líkaminn að notast við adrenalín og kortisol í miklum mæli. Þessi streituhormón verða til undir áreynslu og álagi til að tryggja skjót viðbrögð okkar. Á fagmáli eru þetta kölluð “fight or flight” viðbrögð. Eftir því sem siðmenningin þróaðist minnkaði þörfin fyrir þessi streituhormón en eftir situr að ofgnótt af þeim getur orsakað ýmis vandamál á borð við svefnvandamál, vanvirkt ónæmiskerfi, hjartavandamál, reiði, háan blóðþrýsting, þreytu og jafnvel krabbamein. Einn af ávinningum flotsins er að það dregur úr skaðlegum þáttum streituhormóna en ennþá betra er að við það að fljóta skapast rými fyrir innri líffæri okkar til að nýta hormón á borð við endorfín sem er hamingjuhormónið og beta-endorfín sem er hormón sem dregur úr sársauka og verkjum.

Fljótandi hugleiðsla fyrir andlegt heilbrigði og taugakerfið:

 • Dregur úr almennri streitu
 • Eykur sköpunarkraft
 • Dregur úr námsörðugleikum
 • Eykur einbeitingu
 • Bætir svefn og dregur úr eða eða jafnvel læknar síþreytu
 • Kemur jafnvægi á efnaskipti líkamans
 • Jafnar virkni hægra og vinstra heilahvels
 • Gefur innri ró og frið og minnkar löngun í það sem er okkur óhollt
 • Dregur úr þunglyndi og hræðslu
 • Dregur úr mígreni

Fljótandi hugleiðsla fyrir vöðva og vefi:

 • Fljótandi hugleiðsla nær til okkar dýpstu vöðva sem þýðir að hún dregur úr verkjum og bólgum í liðum, baki, hálsi og flýtir fyrir bata eftir t.d. tognun.
 • Linar margskonar óþægindi sem stafa frá hryggnum, eins og t.d. vegna klemmdra tauga.
 • Fljótandi hugleiðsla dregur úr sjúkdómum sem stafa frá innri líffærum:
  Dregur úr vandamálum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
 • Kemur jafnvægi á blóðþrýsting.
 • Eykur upptöku laktasa.
 • Eykur upptöku súrefnis.
 • Dregur úr öndunarfærasjúkdómum.
 • Minnkar líkur á heilablóðfalli og krabbameini.
 • Styrkir ónæmiskerfið.

Við sjáumst í lauginni!