Gulrófusúpa sem vermir og nærir

Gulrófusúpa
UMSJÓN Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson

GULRÓFUSÚPA
Handa 6

1 stór gulrófa eða tvær litlar u.þ.b. 1 kg
250 g gulrætur
100 g rauðar linsubaunir (búnar að liggja í bleyti)
1 tsk. karrý
½ tsk. kummin (cumin)
800 ml grænmetissoð (hægt að nota grænmetistening eða duft)
1 dós létt kókósmjólk (400 ml)
1 límóna

Afhýðið gulrófuna og skerið í teninga. Skolið af gulrótunum og skerið í bita. Setjið smá olíu í pott og hitið. Bætið gulrófunum og gulrótunum við. Mýkið grænmetið í pottinum í 2-3 mínútur og hrærið í öðru hverju. Bætið þá við karrýinu og kummin og hrærið í 1 mínútu. Hellið þá grænmetissoðinu og kókosmjólkinni út í, ásamt linsubaununum. Hitið að suðu og látið malla í 20 mínútur. Maukið með töfrasprota. Kreistið út í safa úr einni límónu.

Þessi súpa er stútfull af næringu og alveg einstaklega bragðgóð.

Tögg úr greininni
, , ,