Heimatilbúið rauðkál

Í  hugum flestra er ilmandi rauðkál ómissandi á hátíðaborðið. Að útbúa það frá grunni er frekar auðvelt og svo sannarlega þess virði. Svo er um að gera þróa uppskriftina með því að bæta út í pottinn til dæmis lauk, epli, döðlum, anísstjörnum eða engifer.

Uppskrift

1/2 meðalstór rauðkálshaus (um 400 g)
100 ml epla- eða rauðvínsedik
100 ml hindberjasaft, óblönduð

  1. Rauðkálið skorið í mjóar ræmur.
  2. Öllu blandað saman í pott og látið malla við vægan hita undir loki í um 45 mínútur.
  3. Bragðbætt með salti og pipar og jafnvel púðursykri eða annarri sætu ef blandan er of súr. Kanill er einnig skemmtileg viðbót.
  4. Hrært í öðru hverju og svolitlu vatni bætt við ef þarf.

Uppskrift Ásta Andrésdóttir

Myndskreyting  Elísabet Brynhildardóttir

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.