Japanskt skógarbað

Þú hefur líklega einhvern tíma gengið um skóglendi og fundið frið og ró hellast yfir þig. Shinrin-yoku er hugtak um einmitt þetta en það á uppruna sinn að rekja til Japans og merkir að taka inn andrúmsloft skógarins. Shinrin-yoku, sem hefur fengið athygli undanfarið, er oft kallað skógarbað og var mælt með í Japan upp úr 1980 því rannsóknir sýnt fram á góð áhrif þess á heilsu og vellíðan. Hugmyndin er einföld: Þú ferð út í náttúruna og tekur hana inn á þann hátt að það hjálpar þér að ná jafnvægi. Þetta á ekkert skylt við venjulegt bað, þú þarft ekki að afklæðast og fara í vatn, heldur einungis opna þig fyrir náttúrunni.

Japönsk skógarböð hafa reynst vera góð fyrir heilsuna og hér eru þrjár ástæður fyrir því:

Við eigum heima í náttúrunni: Manneskjan eyðir allt of litlum tíma úti í náttúrunni og sérstaklega þeir einstaklingar sem búa í borgum. Skógarböð hjálpa okkur að tengjast náttúrunni líkt og forfeður okkar gerðu reglulega, jafnvel daglega.

Skógarböð minnka stress: Skógarböð hafa jákvæð áhrif á streitu. Þau minnka kvíða, lækka blóðþrýsting og minnka framleiðslu á stress hormónum. Með skógarböðum slökkvum við á þeim hluta heilans sem sér um framkvæmdir eins og að skipuleggja, leysa vandamál og gera áætlanir. Í staðinn virkjast sá hluti heilans sem tengist ánægju og innlifun.

Þú aftengist: Til að fá sem mest útúr þínu skógarbaði er nauðsynlegt að aftengja sig. Það þýðir að skilja síman eftir heima. Til þess að fá raunverulega upplifun af skógarbaði þarftu að nota öll skilningarvitinn. Engin truflun má hljótast af raftækjum.

ÞAÐ ERU FIMM SKREF SEM ÞARF AÐ TAKA TIL AÐ UPPLIFA SKÓGARBAÐ

Sjáðu trén í kringum þig, plönturnar sem þú gengur fram hjá, blómin og mosann allt um kring. Horfðu virkilega vel í kringum þig. Leitaðu eftir dýrum sem liggja í felum. Taktu eftir öllu fallegum litunum sem náttúran hefur uppá að bjóða, taktu eftir lögun hennar og smáatriðum.

Hlustaðu eftir hljóðunum í kringum þig. Heyrðu hvernig laufblöðin hreyfast, fuglarnir syngja og vatnið rennur. Taktu eftir hljóðinu sem myndast þegar þú gengur á mismunandi undirlagi.

Finndu fyrir jörðinni sem þú gengur á. Snertu trén og finndu fyrir áferð þeirra. Taktu upp laufblöð og annan gróður og finndu hvort hann sé mjúkur eða harður.

Finndu ilminn af ferska loftinu og öllum gróðrinum allt í kring. Þefaðu af blómum sem þú sérð göngunni og sérstaklega af trjánum sem gefa frá sér góða ilmi og gæða súrefni.

Smakkaðu á berjum og öðrum gróðri sem er ætilegur.

Það er ekki langt í næsta skóg fyrir Reykvíkinga, Heiðmörk býður upp á frábært útivistarsvæði tilvalið í skógarböð!

HEIMILD: MIND, BODY, GREEN OG WIKIPEDIA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.