Aðferð
Þurristið hneturnar fyrst á pönnu eða í ofni, látið kólna og saxið gróft. Okkur finnst best að nota heslihnetur, kasjúhnetur og pekanhnetur, 150 g af hverri tegund. Afhýðið laukinn og saxið smátt ásamt hvítlauknum. Skerið sellerístönglana í mjög litla bita, skerið paprikuna í tvennt, steinhreinsið og skerið í litla teninga og saxið spínatið. Hitið olíuna á pönnu og mýkið laukinn og hvítlaukinn þar á í um 5-7 mín. Bætið þá selleríi og papriku út í og haldið áfram að láta þetta malla í aðrar 5-7 mín. Bætið söxuðu spínati út í og hrærið í um 1 mín. Takið af hellunni og látið kólna. Setjið soðnar rauðar linsur í hrærivélarskál ásamt hnetunum, hnetusmjörinu, möndlumjölinu, daiya-ostinum og kryddinu og hrærið saman. Bætið laukblöndunni út í og klárið að hræra saman. Mótið kringlótta „turna“, ca 10 cm í þvermál og 3 cm á hæð, og bakið við 200°C í um 15-20 mín.