Jurtir gegn streitu

Ein algengesta leiðin sem við mörg notum í dag til að hressa okkur við – þegar við finnum að orkan dettur niður og okkur líður eins og batteríið sé tómt – er að leita á náðir örvandi efna. Flestir grípa til sykurs og einfaldra kolvetna á meðan aðrir verða háðir hreyfingu til að örva sig og ná orkunni upp. Með stöðugri og mikilli hreyfingu og stanslausri streitu örvum við nýrnahetturnar, til þess að auka framleiðslu og seytun á stresshormónum/kortisóli. Það færir okkur vissulega aukna orku en bara til skamms tíma.

Það sem gerist smám saman er að við brennum upp nýrnahettunum. Hæfni þeirra til bregðast við bæði andlegu og líkamlegu álagi dvínar. Þetta ástand er þekkt og hefur verið kallað „nýrnahettuþreyta“ og er jafnvel farið að tala um sem sjúkdóm þessarar aldar. Þetta er það sem m.a. jógafræðin hafa alltaf vitað og vilja forðast. En bæði jógarnir, kínverska læknisfræðin og jafnvel margir nútímavísindamenn hafa komist að því að svokallaðar adaptogenic-jurtir eru mest gefandi fyrir líkamsorkuna. Þær virkja okkar eigið orkuflæði en kreista ekki orku úr því sem ekki er til.

Af langri reynslu hafa gömlu lækna- og náttúruvísindin, m.a. kínverska læknisfræðin og Auyrveda lífsvísindin, fundið út hvaða jurtir geta allt í senn aukið andlega hæfni, orku, þol og þrótt og eru með öllu skaðlausar.
Til þess að geta talist „adaptogenic“ þarf jurtin að standast þrjár kröfur:
1) Hún verður að vera óeitruð og valda litlum sem engum aukaverkunum.
2) Hún þarf að ýta undir almenna hæfni líkamans til að standast álag af hvaða tegund sem er.
3) Hún verður að hafa leiðréttandi áhrif á líkamann.

Fyrsti liðurinn skýrir sig sjálfur. Annar liðurinn merkir að adaptogenic-jurtin eykur þol um leið og hún vinnur á móti vírusum eða bakteríum. Annars getur hún ekki talist „adaptogenic“. Sá þriðji merkir að jurtin þarf t.d. að auka orku ef viðkomandi er líkamlega þreyttur en einnig minnka orku og róa niður ef viðkomandi er líkamlega yfirspenntur. Þ.e. hún finnur hinn gullna meðalveg.

Nú á dögum er þó fremur notast við einfaldari skilgreiningu: jurtir sem auka hæfni okkar til að standast álag. Þetta eru ekki litlar kröfur, en þrátt fyrir það eru til nokkrar jurtir sem standast þær og fyrir vikið eru flokkaðar sem adaptogenic-jurtir.

Hér eru nokkrar af uppáhalds adaptogenic jurtum okkar systra:

Schisandra-berin
Ein vinsælasta adaptogenic-jurtin með þessa eiginleika eru schisandra-berin. Helstu kostir schisandra er að hún virkar fyrir líkamann í heild. Hún eykur orku, styrkir líkamsvefi, bætir svefn, kemur jafnvægi á blóðsykurinn, er lifrarhreinsandi, bætir minnið og er góð fyrir taugakerfið og gegn kvíða. Það er ekki lítið. Tvímælalaust ein af uppáhaldsjurtum okkar systra.

Burnirótin
Rhodila rosea, þekkt sem gullna rótin er líka gædd þessum eiginleikum að virkja á líkamann í heild án þess að búa til spennu. Burnirótin er mögnuð lækningajurt, sem einnig vex villt á Íslandi. Margar rannsóknir styðja að Burnirótin virkar ákaflega vel gegn stressi og doða og virki vel á líkama og sál. jafnframt hefur hún afar jákvæð áhrif á kynhvötina. Og margir vilja meina að hér sé á ferð langöflugasta meðalið gegn flugþreytu, enda hvað er flugþreyta annað en álag á nýrnahetturnar? (við munum örugglega segja ykkur meira um það síðar). Skýringin á sterkum áhrifum Burnirótar á kynhvöt bæði karla og kvenna liggur í hversu sterkt þessi jurt virkar á hormónakerfi líkamans.

Góð adaptogenic blanda
Og svo er blanda á borð við Maxi Potency Adaptogen frá Viridan. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur hún blöndu af góðum adaptogenic jurtum sem jafna orkuflæði líkamans. En mjög mikilvægt er að blandan sé í hárfínu jafnvægi til þess að hún virki vel. Þessi inniheldur:

Siberian Ginseng sem er talið til “alþjóðlegra adaptogena” því það virðist henta öllum í næstum hvaða aðstæðum sem er. Rótin hvorki róar né örvar. Það hefur verið notað í meira en 4000 ár til að skerpa á huganum og auka matarlyst. Það inniheldur hóp efna sem kölluð eru eleutherosdies sem þekkt eru fyrir það að draga úr nýrnahettuþreytu. Rannsóknir hafa líka sýnt að þau auka hvítu blóðkornin.

Damiana lauf /Turnea diffusa eru þekkt “ástarlyf” en það er líka vitað að allt sem hressir kynhvötina hefur líka áhrif á lífshvötina almennt. Helstu kostir damiana laufa er að þau róa meltinguna, draga úr hausverk og styrkja anda og líkama,

Rauð gingseng rót/ Panax ginseng. Frá árinu 1965 hafa verið skráðar ýmsar lyfjafræðilegar verkanir ginsengextrakts. Þar má nefna ýmis áhrif á taugakerfið, róandi áhrif, vörn gegn magasári af streituálagi, minnkun á þreytu, áhrif á innkirtlastarfsemi, styrking ónæmiskerfisins og ýmislegt fleira. Í fornri kínverskri læknisfræðibók frá tímum Liang keisaraveldisins, (500 árum fyrir Krist), er skýrt frá því að ginseng auki lífslíkur manna.

Mate te/ llex paraguensa úr suður-amerísku Yerba mate jurtinni hefur ekki verið mikið í umræðunni hér á landi en þekkt er að jurtin hraðar brennslu og eykur orku án þess að hafa áhrif á hjartsláttinn, þ.e. ef hennar er neytt í réttu magni.

Suma rót/Pfaffia peniculata hefur stundum verið kallað rússneski leyndardómurinn, þótt ættað sé frá Brasilíu. Það er vegna þess að hún er mikið notuð af rússnesku keppnisíþróttafólki. Ekta öflugt adaptogenic. Þekkt er að þessi rót styrkir og verndar líkama og sál gegn streitu og nýrnahettuþreytu. Hún er líka bólgueyðandi, dregur úr breytingaskeiðseinkennum kvenna og ekki síst karla (jú, jú þeir fara á sitt væga breytingaskeið), þykir frábær fyrir ónæmiskerfið og heldur blóðsykrinum í jafnvægi.

Um hreinleika bætiefna

Eftir miklar vangaveltur ákváðum við systur, sem stofnuðum heilsuhofið Systrasamlagið á Seltjarnarnesinu sumarið 2014, að veðja á Viridian vítamín- og bætiefnalínuna. Það kemur aðallega til að því hversu vel sú lína er hugsuð og vönduð. Og líka vegna þess að flest þau efni sem hún inniheldur, eru ræktað og unnið í landinu þar sem hún er framleidd, þ.e. í Bretlandi. Viridian er að miklu leyti úr vottuðu lífrænum jurtum og inniheldur engin fylliefni. Það er ágætt fyrir okkur mörg að vita að 50% af þeim töflum/vítamínum sem eru á markaðnum í dag innihalda aukaefni, lím eða bindiefni sem halda töflunum saman. Fyrir magra er þetta býsna leiðinleg staðreynd en aðra, sem eru viðkvæmir fyrir þessum efnum, er þetta því miður raunverulegt vandamál. Virdian vítamínin og bætiefnin eru aðeins framleidd í hylkjum sem búin eru til úr aðalbláberjum, spirulina og alfaafla. En með því að að forðast að nota öll óhrein aukaefni (nasties) hefur Viridian tekist að sýna fram á að það er mögulegt að framleiða og búa til vítamín sem hæfa flestum.
Svo er hitt ekki síður mikilvægt en það er að Viridian, sem er farsælt fjölskyldufyrirtæki, leggur ríka áherslu á að láta gott af sér leiða, svo með því að kaupa Viridian eruð þið líka að leggja öðrum lið, því fyrirtækið gefur talsverða fjármuni til góðgerðarmála.

Heimildir: 

Heilsusíðan & Viridan Nutrition

Tögg úr greininni
, ,