Lausnin gegn flugþreytu er fundin!

Eins mikið og við elskum að ferðast á milli landa er orðið tímabært að horfast augu við það að flugþreyta er ekkert annað en nýrnahettuþreyta, eða streituálag á líkamann. Það er manneskjunni ekki náttúrulegt að fljúga í miklum þrýstingi og þurru lofti, á milli landa og tímabelta. Þótt það sé vissulega gaman að ferðast getur flug bæði haft neikvæð áhrif á líkama og anda. En þar sem nú er loks er vitað að flugálag er af sama meiði og streituálag er auðvelt að sækja í brunn jurtafræðinnar og koma í veg fyrir að nokkir mikilvægir frí- (eða vinnudagar) fari í súginn. Það er jú mikið ferðasumar í vændum hjá Íslendingum.

Auðvitað upplifum við flug misjafnlega. Hjá mörgum stendur „Jet Lagið“ yfir í marga daga. Á meðan aðrir sleppa undursamlega vel. Mörg misgóð ráð eru til en fátt hefur dugað hingað til. Þar sem nú er vitað að flugþreyta er nýrnahettuþreyta eru lausnirnar kannski ekki svo flóknar.

Af skrifum og reynslu virtra náttúrulækna að dæma, læknum sem hafa unnið mikið með flugfólki og þeim sem þurfa að ferðast stöðugt vinnu sinnar vegna, eru langbestu náttúrulegu ráðin gegn flugþreytu svokallaðar adaptógenar (sjá nánar greinina Jurtir gegn streitu). Það eru magnaðar jurtir sem þurfa að standast strangar körfur, m.a. þær að ýta undir almenna hæfni líkamans til að standast álag af hvaða tegund sem er, hafa leiðréttandi áhrif á líkamann og vera án aukaverkana.

Burtnirótin er jurtin gegn flugþreytu!

Fremst meðal jafningja gegn flugþreytu er Rhodiola rosea, eða Burnirótin , enda ein kröftugasta „gegn streitujurtin“ sem fyrirfinnst. Auk þess að efla með okkur þol og þrótt, sem er nauðsynlegt, þótt ekki nema til að komast í gegnum flugvellina, dregur hún úr streitu, sérstaklega í súrefnissnauðu andrúmslofti, og er sérlega góð fyrir geðið.

Opin rannsókn á Burnirótinni hefur sýnt nærri 70% framfarir hvað varðar þreytu, einbeitingu, almennt þróttleysi og önnur einkenni sljóleika. Fjölmargar rannsóknir hafa líka hvað eftir annað gefið til kynna að burnirótin sé eitt fárra náttúruefna sem dregur verulega úr áhrifum streitu á líkama og sál. Nánari grennslan hefur leitt í ljós að máttur jurtarinnar felst í sterkum áhrifum hennar á hormónakerfi líkamans. Þar á meðal á seytun steituhormónsins kortisóls sem myndast í nýrnahettuberkinum og veldur álagi.

Hvaða Burnirót er best?

Almennt er mælt með 400 mg af Burnirót á dag, en þegar mikið liggur við er gott að auka skammtinn í allt að 1200 mg daglega, sem eru t.d. 3 hylki af lífrænu Burnirótinni frá Virdian, sem við mælum hiklaust með enda hreinasta útgáfan að okkar mati. Það er sú Burnirót sem fæst í Systrasamlaginu og er án allra aukaefna eða „nastís“.
Burnirótin frá Viridan er sett saman úr 250 mg af Burnirótarþykkni (sem inniheldur m.a. 40% polyfenóla) og 130 mg Burnirótardufti (og svo eru hylkin unnin úr alfalafa, spirulina og bláberjum).
Semsé 1200 mg er skammturinn þinn í viku fyrir og eftir flug.

Almenn einkenni flugþreytu eru:
Þreyta
Svenfleysi
Vökvatap
Minnisvandamál
Maga- og meltingarvandmál
Um þetta eru helstu náttúrulæknarnir sammála.

Þótt númer eitt sé að taka inn góðar jurtir sem vinna gegn streitu (þar mælum við systur einnig með Scisandra berjunum frá Viridian sem eru nokkuð mildari en Burnirótin og henta sumum betur), hjálpa líka aðferðir eins og mikil vantsdrykkja, góður svefn fyrir flug og hollur matur. Það gagnast líka að forðast alkóhól og kaffi fyrir og í flugi, eða allt sem veldur líkamanum vökvatapi.

Og svo er bráðnauðsynlegt að vita…

Samvæmt Ayurveda, indversku lífsvísindunum, er flugþreyta truflun á vata, sem er ein þriggja dosanna sem við og náttúran erum byggð úr (hinar eru kafa og pitta). Jú, vata stjórnast af loftinu og flug er truflun á því. Því er ekki úr vegi að skoða einnig hvernig rétta má vata dosuna af eftir flug. Eitt ráðið er að borða fyrst eftir flug fæðu sem jarðbindur. Þar er átt við mat eins og gufsoðið grænmeti, heitar súpur, linsubaunir og kínóa. Svo er um að gera að teygja eins vel úr sér og maður getur í flugvélinni og jafnvel hugleiða því auðvitað er hægt að hugleiða hvar og hvenær sem er. Líka og ekki síst í háloftunum.

PS: Ef þið getið, forðist að gera mikið fyrsta daginn eftir flug, t.d. ekki fara í stranga skoðunarferð. Leyfðu líkama þínum að anda og aðlagast nýju umhverfi. Það dregur vissulega úr streitu.

Heimildir::
www.naturalnews.com/039185_jet_lag_natural_remedies_nuisance.html#ixzz2hzfEur00
www.medicinehunter.com/jet-lag