Samkvæmt kínversku alþýðulæknisfræðinni er tími lifrarinnar að renna upp, þessa stærsta kirtils líkamans. Margir finna fyrir þrekleysi eftir langan, dimman og kaldan vetur sem tengt er minnkaðri „qi“ orku, eða sjálfri lífsorkunni. Til að byggja upp qi á ný og enduvekja líkamann eru mörg góð ráð fólgin í heilsusamlegri fæðu og frábærum jurtum.
Lifrin sér um að qi orkan renni ljúflega í gegnum líkamann en sérhver truflun á því flæði bitnar ekki bara á lifrinni heldur líka öðrum hreinsunarlíffærum. Stöðnun á flæði qi/lífsorkunnar truflar m.a. flæði tilfinninganna og kallar fram pirring og jafnvel reiði. Og öfugt; reiði og pirringur geta stoppað flæði qi/lífsorkunnar með ýmsum afleiðingum.
Eins og flestir vita gegnir lifrin fjölmörgum hlutverkum og er aðal efnaskiptalíffæri líkamans. Hún er tengd endurnýjun og búskap blóðsins og sér um að halda því hreinu og kraftmiklu, ef allt er á kosið. Lifrin er því frumlíffærið í tengslum við tíðarhring kvenna.
Það sem kínverska læknisfræðin leggur einnig ríka áherslu á er að þegar lifrin er í ójafnvægi geti hún valdið óþægilegum tilfinningalegum sveiflum, eymslum í rifjum, stöðuguri seddutilfinningu, svima, höfuðverk, stífni í sinum, tíðarvandamálum, þokutilfinningu, meltingartrufununum og jafnvel gulu.
Hin kvenlega hringrás
Eitt af hlutverkum lifrarinnar er að halda uppi blóðvarasjóði til frekari nota. Þessi hluti hringrásarinnar á að sjá um að næra viðkvæma og auma vöðva eftir líkamleg/andleg átök og íþróttaiðkun, auk þess að vera í nánum tengslum við tíðarhring kvenna, eins og áður var nefnt. Lifrin sér til þess að nægar blóðbirgðir séu til sem hafa með reglu og þægindi blæðinga að gera. Óþægindi eða truflum á tíðarhringnum er í langflestum tilfellum meðhöndluð, samkvæmt kínversku læknisfræðinni, með því að koma reglu blóðflæði í lifur; á qi og yin.
Þegar lifrar qi/lífsorkan staðnar (sem er mjög algengt ástand á vesturlöndum, sérstaklega á þessum árstíma), upplifir fólk (og það á bæði við um karla og konur), pirring og stífleika, sérstaklega stífan og þungan brjóstkassa, og konur gjarnan fyrirtíðarspennu. Þegar lifrarblóð er lítið kemur það einnig fram í þurrum augum og húð, fölva og að blæðingar kvenna geta farið úr skorðum.
Augun eru spegill lifrarinnar
Hitt er að qi/lífsorkan getur ýmist staðnað eða verið of mikil. Ef hún er of sterk er líklegt að hún hafi slæm áhrif á önnur líffæri og geti jafnvel valdið valdið tjóni á og lungum, maga og milta. T.d. er ekki óalgengt að sjúkdómar eins og „Irritable Bowel Syndrome“ og meltingatruflanir megi meðhöndla með því að tempra qi/lífsorkuna. Lifrin stjórnar jafnframt sinunum, og eins og áður sagði flytur lifrin aukablóð til vöðva. Þegar skortur er á geymslublóði frá lifur finnum við fyrir stíf- og stirðleika og viðkvæmni í líkamanum. Eitt dæmi sem sýnir okkur að lélegt qi /lífsorkuflæði sé í líkamanum er ef drykkja á sterku kaffi framkallar krampa einhversstaðar líkamanum. Þannig er gott að hvíla sig á kaffi á meðan maður nær aftur í qi/lífsorkuna.
Stöðnuð qi/lífsorka getur líka birst í því að neglur verði fölar og stökkar. Og þar sem augun eru spegill lifrarinnar (og þar með lífsorkunnar) er mjög algengt að þegar fólk hefur hreinsað lifrina verði augun aftur rök, tær, djúp og glansandi.
Hér eru nokkur góðar jurtir til að hreinsa lifrina:
1) Mjólkurþistilinn (með háu silymarin innihaldi) ber höfuð og herðar yfir aðrar lifrajurtir. Hann bæði hreinsar og verndar og er besta fáanlega næringin fyrir lifrina.
Mjólkurþistillinn á sér langa hefð sem lækningajurt. Það var samt ekki fyrr en á 8. áratugnum sem vísindamenn fóru að rannsaka jurtina að gagni en mjólkurþistill er ein af fáum jurtum sem á sér ekkert jafngildi úr heimi hefðbundinna lyfja. Virku efnin í mjólkurþistli eru 4 og þekkt undir samheitinu silymarin og virka einnig á fjóra mismunandi vegu. Þau eru andoxandi, gera frumuhimnu og gegndræpi lifrarfruma stöðugri, hraða nýmyndun lifrarfruma og hægja á myndun kollagenþráða sem myndast við skorpulifur.
Í Systrasamlaginu fást tvær tegundir mjólkuþistils; Í hylkjum og sem fljótandi tinktúra. Báðar blöndurnar eru 80% sylimarin og rest mjólkuþistilsduft. Svo dæmi sé tekið er í hverju mjólkurþistilshylki frá Viridian 175 g. Ef fólk vill fara í djúpa og öfluga hreinsun er mælt með 4 til 5 hylkjum 4 til 5 sinnum á dag en mildari hreinsun 2 hylkjum 2 x á dag.
2) Túnfífill er öflug jurt án aukaverkanna, sem er gott að taka inn með mjólkuþistli. Auk þess að vera frábær uppspretta margra mikilvægra vítamína og steinefna, eins og járns, fosfórs og sinks ,er hann hvað mest dáður vegna þess að hann ýtir við gallvökvanum og styrkir þannig samband lifrar og gallblöðru, sem er gott fyrir heilsufar okkar í heild. Þekkt er að túnfífill hreinsar einnig hormóna sem setjast að í lifur og er að auki mjög vatnslosandi.
3) Króklappa/rót: Í Auyrvedískum fræðum er talað um króklöppu sem drottingu allra blóðhreinsandi jurta. Hún ýtir einnig við gallvökvanum og er sögð endurnýja skemmdar frumur. Hún er líka bólgueyðandi og beisk og þann bragðþátt vantar mjög uppá á Vesturlöndum fyrir jafnvægi líkamans.
Frá Viridian fæst góð blanda af túnfífli og króklöppu í 350 mg hylkjum, án allra aukaefna. Mælt er með 1 til 3 hylkjum á dag en gott er að byrja á 1 hylki en færa sig svo smám saman upp í 3 til þess að hreinsa bæði á breiddina og dýptina. Frábær hluti af vorhreingerningunni.
5) Túrmerik (kúrkúmin) –Við sögðum frá þessarri drottningu allra lækningajurta í síðasta pistli hér á vefnum, og þar sem það er marg vísindalega sannað að túrmerik er afar bólgueyðandi, er viturlegt að taka hana með í reikninginn. Því staðreyndin er sú að lifrarvandamál eru uppspretta flestra bólgusjúkdóma. Til að tryggja góða upptöku túrmeriks mælum við systur með að neytt sé piperine með túrmerikrótinni. Það efni er aðaluppistaðan í svörtum pipar. Rannsóknir hafa sýnt að svartur pipar auki upptöku næringarefna.
Í Systrasamlaginu fæst bæði lífænt túrmerik frá Viridian í hylkjum og lífrænt túrmeriksskot, sem vill svo skemmtilega til að er m.a. blandað svörtum pipar og fleiri heilsusamlegum lækningajurtum.
6) Schisandra/ber - Rannsóknir sýna að schisandra berin geta leikið sterkt hlutverk í í hreinsunarferli lifrar. Þar að auki er líklegt að þessi ber veiti vernd gegn skemmdum af völdum eyðandi sindurefna. Schisandra ber eru einmitt kínversk að uppruna og eru þekkt í kínverskrum alþýðulækningum fyrir að vernda og styrkja lifrina. Einnig eru þau þekkt adaptogenic jurt sem slá á eitt helsta heilsufarsvandamál samtímans, sem er nýrnahettuþreyta. Það er þess vegna sem við jógaiðkendur unnum þeim einnig. Við eigum þessi ber að sjálfsögðu í formi bætiefnis í Systrasamlaginu.
…og svo er það fæðan:
Margar fæðutegundir eru þekktar fyrir að ýta undir hreinsun lifrar og gallblöðru. Það besta sem þú gætir gert fyrir lifrina er að borða þrjá til sex skammta af eftirfarandi fæðu daglega. Og við tökum það fram að fæðan þarf allra helst vera lífrænt ræktuð, því lífrænt ræktað ber í sér nánast engin eitur- eða aukaefni sem setjast að í lifrinni, samanborið við það sem ekki er lífrænt ræktað.
Hér eru allmargar fæðutegundirnar sem næra lifur:
Alfa alfa spírur – Epli – Kínóa- Ætisþistilar- Aspas- Rauðrófur- Ber- Brokkkál- Spíruð brokkálsfræ
Rósakál – Kál – Hvítkál – Sellerí – Kirsuber – Kafffífill – Kanill – Túnfífill – Fennel – Höfræ (möluð) – Hvítlaukur*
Engifer- Lecithin – Blaðlaukur * – Laukur * – Steinselja – Radísur – Sesamfræ – Spínat – Túrmerik* – Valhnetur
Vatnakarsi
*Forðist ef þið eruð viðkvæm í maga eða eigið sögu um miklar magasýrumyndun.
Gott að vita…
Það getur tekið frá sex vikum til allt að þremur mánuðum að hreinsa lifrina og gallblöðruna. Eftir þann tíma getur þú minnkað hina lifrarhreinsandi matarskammta og dregið úr inntöku lifrarhreinsandi og –styrkjandi bætiefna.
Engu að síður er gott að viðhalda hreinni lifur og það fæst best gert með því að huga sem oftast að því að hafa lifrarhreinsandi fæðu á hinum daglega matseðli.
….og svona til fróðleiks
Öll mikilvægu yin-líffærin fimm eru sögð hafa mikil andleg áhrif á manninn. Þannig geymir hjartað gleðina, nýrun vilja mannsins, lungun sorg, miltað getu mannsins til að hugsa skýrt og læra og lifrin sem fyrr segir reiðina og qi/lífsorkuna. Allar þessar tilfinningar eru eðlilegar og bera vott um heilbrigði en ef ójafnvægi kemst á þær geta þær valdið sjúkdómum eða ójafnvægi í viðkomandi líffærum. Yang-líffærin (karlorkulíffærin) eru hins vegar gallblaðran (bile þýðir t.d. geðvonska) smáþarmarnir, maginn, ristillinn og þvagblaðran.
…til gamans:
Gamalt máltæki segir að þegar lifrin er hrein blómstri kynhvötin!
Heimildir:
http://www.naturalnews.com/041944_liver_function_detox_medicinal_herbs.html
http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=311:lifrin-efnaverksmieja-likamans&catid=6:likaminn&Itemid=19
1 athugasemd