Lifum betur – Svala Björgvinsdóttir

Lifum betur er nýr fastur liður hér á síðunni okkar þar sem við spyrjum samferðafólk spjörunum úr og fáum innsýn í þeirra lífsvenjur. Með slíku samtali vonumst við til að fá hugmyndir og innblástur og ekki síður fyrirmyndir á okkar oft á tíðum hlykkjóttu vegferð – til þess að lifa betur. Svölu Björgvinsdóttur þarf vart að kynna en hún er hæfileikarík listakona sem hefur margoft sýnt okkur Íslendingum fegurðina sem býr í einlægninni og gefið ótal mörgum innblástur til þess að elta draumana.

Lýstu sjálfri þér í þremur orðum?
Trygg, hreinskilin og kærleiksrík.

Morgunrútínan þín?
Bursta tennur, greiða hárið og setja smá litað dagkrem og maskara á mig. Og svo er það kaffið og í símann að tékka á skilaboðum og emailum. Svo tek ég vítamín og held áfram með daginn.

Uppáhalds morgunverður?
Í LA þá fæ ég mér Acai berry bowl sem er ótrúlega gott og hollt, með granola og ávöxtum. Þegar ég er á Íslandi þá er það flatkaka með smjöri eða ristað brauð með osti og vatnsglas.

Hvernig viltu kaffið þitt?
Tvöfaldan soy latte með karamellu sýrópi. Svo finnst mér líka rosa gott ice latte á heitum dögum.

Matarspeki?
Muna að borða heheh. Elska samt góðan mat en þegar ég er mikið upptekin sem er svo oft þá gleymi ég að borða.

Hreyfingin þín?
Pilates á hverjum degi, gönguferðir og jóga. Fer stundum í ræktina til að lyfta. Verð að hreyfa mig á hverjum degi. Svo elska ég að dansa.

Ómissandi í eldhúsið?
Ristavél. Ég borða mikið ristað brauð. Og te ketill.

Þrennt matarkyns sem þú átt alltaf til?
Brauð, pasta og núðlur. Svo er alltaf til hnetusmjör, veit ekki af hverju en það er einhvern veginn alltaf til inní skáp.

Hvaða verkefni eru á döfinni hjá þér?
Ég er að fara gefa út nýtt sóló lag sem heitir ,,For The Night‘‘ sem ég samdi með Einari og Ryland Blackinton í LA og tónlistarmyndband við það sem Saga Sigurðardóttir leikstýrði. Það kemur út með laginu eftir nokkrar vikur. Svo er ég að fara spila mikið á Íslandi hér og þar í allt sumar og gefa út fullt af nýrri sóló tónlist.

Þrjár manneskjur sem veita þér innblástur?
Báðar ömmur mínar þær amma Sigga og amma Svala. Og svo er Stevie Nicks alltaf mikill innblástur hjá mér varðandi lagasmíðar og textagerð.

Sannleikurinn á bakvið velgengni?
Að vinna hörðum höndum að því sem maður er að gera. Aldrei gefast upp og trúa á sjálfan sig og aðra. Samvinna með öðrum. Og vera góð og kærleiksrík persóna við alla. Þú kemst ekkert áfram með hroka og tilætlunarsemi og vanþakklæti.

Hvað gerir slæman dag betri?
Tónlist er ótrúlega mögnuð og getur hjálpað manni í gegnum slæman dag. Svo er líka fjölskylda og vinir mikilvægir og ná alltaf að pikka mann upp þegar maður er langt niðri.

Hvernig hugar þú að andlegri heilsu?
Ég vinn mikið að andlegri heilsu. Hef dílað við mikinn kvíða frá því ég var 16 ára. Og hef unnið mikið í sjálfri mér út af því.  En ég nota aðferðir sem virka persónulega fyrir mig og kannski virka ekki fyrir aðra. Ég hef tamið mér mjög jákvæðar hugsanir og vil ekkert neikvætt í kringum mig.  Auðvitað er lífið stundum erfitt og ekkert alltaf dans á rósum en í þannig aðstæðum þá reyni ég frekar að draga lærdóm af því og hugsa að það sé ástæða fyrir öllu og ég átti að upplifa það til að læra á sjálfa mig og aðra og lífið. Ég nota líka mikið þakklæti og hógværð í öllu í mínu lífi.  Ekkert er sjálfsagt og allt er dýrmætt. Svo finnst mér líka hreinskilni vera mikilvæg og vera opin í samskiptum við aðra og gefa af sér. Að gefa af sér og styðja aðra gefur mér svo mikið andlega.

Uppáhalds heilsuuppgötvun?
Acai berin. Þau innihalda tíu sinnum meira af andoxunarefnum en aðrir ávextir og ber. Þau láta þér líða vel að innan sem að utan og hægja til dæmis á öldrunarferli líkamans og hægt er að gera geggjaða smoothies og ávaxta skálar.

Ráð sem þú hefðir vilja gefa yngri sjálfri þér?
Hætta að pæla í hvað öðrum finnst um þig. Það er mikilvægast að þú sért sátt við sjálfa þig og sért að gera eitthvað sem gerir þig hamingjusama. Ekki lifa fyrir aðra bara til að þóknast.

Besta ráð sem þér hefur verið gefið?
Hafa húmor fyrir sjálfri mér og lífinu. Þá verður allt svo auðveldara og maður sér þá aðrar skemmtilegri hliðar á sjálfum sér og öðrum og lífinu. Besta uppskrift ever til að vera ekki pirraður daglega hahah.

Hvað er það besta við að búa á Íslandi?
Ég hef ekki búið á Íslandi í 9 ár þannig ég get bara sagt hvað mér fannst best við það þegar ég bjó á sínum tíma þar. Fólkið, vatnið, náttúran, bakarí og nammið. Sumrin eru líka dásamleg út af birtunni. Svo er svo mikið öryggi á Íslandi og lítið af glæpum miðað við Los Angeles þar sem ég hef búið síðastliðin ár. Æ Ísland er bara best alltaf.

Hver er uppáhalds staðurinn þinn á landinu?
Ég elska alltaf Hafnarfjörðinn. Svo kósý bær. Svo er Vík í Mýrdal magnaður staður.

Hvert er þitt framlag að bættum heimi?
Borða ekki kjöt, endurvinnsla, gefa mat og föt í Rauða Krossinn, reyna að hjálpa sem flestum sem þurfa hjálp að halda. Ganga vel um náttúruna og líka borgirnar.

Hvar líður þér best?
Heima hjá mér uppí rúmi og með góða bók. Eða í baði. Ég elska að fara í bað. Gæti legið þar í marga klukkutíma með klassíska tónlist á.

Drauma ferðalag?
Fara til Tokyo. Hef lengi dreymt um að fara þangað og ferðast um Japan.

Uppáhalds árstíð?
Sumar og vor og haust. Er ekki mikið fyrir veturinn.

Uppáhalds bók?
Girl With All The Gifts er í miklu uppáhaldi og Ready Player One. Þær eru reyndar svo margar því ég les rosalega mikið af sci-fi bókum. Er að lesa trilogy sem heitir The Passage, The Twelve og City Of Mirrors eftir Justin Cronin er alveg frá mér numin.

Mantra/mottó?
Njóta augnabliksins.

Viltu gefa okkur eina uppáhalds uppskrift í lokin?
Ég er alls ekki góður kokkur en mér finnst geggjað að fá mér tortellini með ostafyllingu og setja það í skál eftir að hafa soðið það, bæta svo grænu pesto og sýrðum rjóma allt í skál saman og hræra vel saman og svo svaka mikið af ferskum parmesan með. Geggjað á bragðið og tekur bara 10 mínútur að búa til. Og rosa gott kalt líka.

Umsjón: Karítas Hvönn Baldursdóttir

SaveSave

SaveSave

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.